"Það fer aldrei vel" segir Friðrik J. Arngrímsson

fri_rik_j.jpgFriðrik J Arngrímsson, tjáir sig á dv.is um hugmyndir Rögnvaldar Hannessonar um auðlindagjald í sjávarútvegi. Friðrik segir: „Við vitum ekki enn hvað stjórnvöld vilja raunverulega gera. Við vitum ekki hvort ríkið hyggst innleysa veiðiheimildirnar með fyrningarleið en skilja eftir skuldirnar. Það fer aldrei vel.“

Nei það fer aldrei vel að greiða skuldir sínar. Enda bankar mjög liðlegir við að leyfa kennitöluflakk útgerðamanna þar sem eignir eru færðar í ný félög en skuldir skildar eftir! Það finnst framkvæmdastjóranum allt í lagi og hið besta mál. Ef Skinney-Þinganes, Brim og útgerðarfélög Jakobs Valgeirs á Bolungarvík,  myndu nú sjá sóma sinn í að greiða skuldir sínar við Landsbankann þá væri ekki hætta á að sá banki væri að fara í þrot.  Það þarf að greiða skuldir og það þarf að aflétta kvótaveðum af flotanum. Þess vegna ætti Friðrik Jón frekar að leggja til afnám kvótakerfisins, en að stíga þennan dans við stjórnmálamennina sem eru með glýju í augunum yfir öllum auðlegðarskattinum sem þeir vilja innheimta til að setja  í hítina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband