15.2.2011 | 08:27
Samherji sýnir ASÍ puttann
Fréttir hafa borist af því að Samherjamenn, með fulltingi Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað, hafi nú þegar landað nokkrum förmum hjá loðnuverksmiðjunni í Helguvík og hyggist gangsetja hana til að komast hjá stöðvun veiða, ef af verkfalli Afls verður. Þetta hlýtur að kalla á harkaleg viðbrögð ASÍ forystunnar ef hún vill standa undir nafni. Svona brot á friðhelgi verkfallsvopnsins er ekki hægt að líða. Útvegsmenn sem eiga loðnubræðslurnar verða að gjöra svo vel og ganga til samninga við sitt fólk og ASÍ þarf að lýsa því yfir að þeir samningar verði ekki fordæmisgefandi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.