15.2.2011 | 11:17
Icesave er pólitísk hefnd fyrir suma
IceSave stafar af neyðarlögum Geirs Haarde um að bjarga innlendum eigendum innistæðna upp í topp. Að ráði Davíðs voru erlendir eigendur skildir eftir. Gerði Breta og Hollendinga óða. Ekkert þýðir að skamma Steingrím og Jóhönnu. Snúið ykkur til Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar, sem framleiddu IceSave. Gátu neitað að tryggja innistæður innlendra. Eða tryggt þær upp að lágmarki. Hvorugt gerðu þeir. Urðu svo að lofa að borga. Höfðu raunar umboð kjósenda. Síðan neitaði þjóðin að borga. Þjóðrembingar brjálast svo enn út í þá, sem eru að skúra eftir þá Geir og Davíð. Verst láta hrunverjar eins og ævinlega.
Þetta kalla ég blinda heift. Icesave snýst ekkert um að kenna einhverjum lexíu. Icesave snýst um að bjarga bankakerfi Evrópu. Ef við neitum að ábyrgjast innistæðutryggingasjóð þá geta Bretar og Hollendingar ekkert gert. Þeir verða bara að gera kröfu í þrotabúið og sætta sig við það sem út úr því kemur.
Ástæða Jóhönnu og Samfylkingarinnar fyrir að láta þjóðina borga, er beintengd aðildarviðræðum þeirra við ESB. Icesave verður þannig dýrasti aðgöngumiði sem nokkru sinni hefur verið notaður til að ganga í nokkurn klúbb. Aðgöngumiði Björgólfs að fyrirmennastúkunni í West Ham kostaði þannig aðeins 1% af verði icesave miðans
Ástæða Bjarna Ben til að vilja samþykkja Icesave er svo bæði viðskiptaleg en ekki síður til að vernda þá pólitísku samherja sem báru ábyrgð á icesave klúðrinu. Þar eru nokkrir samherja hans ennþá í þingflokknum svo sem eins og Tryggvi Þór, Þorgerður Katrín og svo náttúrulega Geir Haarde sem þarf bráðum að flytja málsvörn sína fyrir Landsdómi. Ekki er ólíklegt að Bjarni Ben vilji að icesave málið verði til lykta leitt áður en við fáum að heyra sannleikann frá Geir
Almenningi koma rök stjórnmálaelítunnar ekki við. Fyrir okkur er valið einfalt. Við borgum ekki
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:19 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ekki hefnd. Sá sem gengur svo langt að verja hryðjuverkamenn hefur eitthvað mikið að fela sjálfur. Líklega hefur Jónas verið að leika blaðamann í öll þessi ár. Hann er í besta falli kjánalegur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 11:39
Að klína icesave byrðinni á þjóðina er hefnd Steingríms J. og hans hörðustu fylgismanna, á íhaldinu. Það hefur alltaf skinið í gegn hjá Steingrími í öllum hans ræðum á þingi um icesave. eða eins og hann segir gjarnan: "Við skulum ekki gleyma hverjir komu okkur í þennan..."
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.2.2011 kl. 11:45
Steingrímur er að bjarga íhaldsmönnum eins og hann bjargaði Sjóvá. Þau eru samsek og vita það best sjálf.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 11:51
Það er alveg rétt, að Steingrímur bjargaði Sjóvá til að gera Bjarna Ben greiða. Svoleiðis starfar fjórflokkurinn. En icesave var hans pungspark í Davíð Oddson. Verst samt með þetta gullfiskamynni, það eru svo fáir færir um að tengja
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.2.2011 kl. 12:05
Steingrímur er að bjarga Kjartani Gunnarssyni besta vini Davíðs. Þetta með pungsparkið er besti spuni fjórflokksins.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.