16.2.2011 | 06:52
Tunglið er úr osti segja Vinstri-Grænu fasistarnir
Eiríkur Steingrímsson prófessor við Læknadeild HÍ, fór hörðum orðum um frumvarp Þuríðar Bachmann VG o.fl. um að banna útiræktun á erfðabættum lífverum á Íslandi. Eiríkur gekk jafnvel svo langt að líkja rökstuðningnum með frumvarpinu við að segja að tunglið væri úr osti. Eins og um svo mörg álitamálin í þjóðfélaginu, þá hefur nær engin umræða verið um tilraunir vísindamanna með erfðabreyttar lífverur. Kannski af því þetta er sérhæft umræðuefni og ekki á allra færi að mynda sér skoðanir með eða móti, en þegar umræða "sérfræðinganna" er komin niður á þetta plan eins og hjá Eiríki, þá er rétt að taka þetta málefni úr höndum vísindamanna og setja það í dóm stjórnmálamanna, eða jafnvel þjóðarinnar. Ég er til dæmis alfarið á móti útiræktun. Þessar tilraunir má leyfa í afmörkuðum lokuðum rýmum en áhættan við að erfðabætt lífvera æxlist saman við aðra óbreytta úti í náttúrunni er of mikil. Þeir sem misstu af þessari yfirborðslegu umfjöllun Kastljóssins geta nálgast hana hér
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.