Oddný G. Harðardóttir hlýðir skipunum

Oddný G. sat í Þingmannanefnd um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis (starfaði á 138. löggjafarþingi, 2009-2010)  Þessi nefnd skilaði skýrslu sem var full af góðum ásetningi en líkt og með skýrslu RNA, þá virðist þessari skýrslu Atlanefndarinnar hafa verið stungið undir stól og efni hennar öllum gleymt og þar með nefndarmanninum Oddnýju G. Harðardóttur. En henni til upprifjunar ætla ég að birta tilvísun úr skýrslunni sem hljóðar svona:

    Jafnframt er nauðsynlegt að skýrt verði hvaða stofnun sé ætlað það hlutverk að hafa heildaryfirsýn yfir kerfisáhættu, fjármálalegan stöðugleika og bera ábyrgð á að samræma viðbrögð. Skerpa þarf á verkaskiptingu stofnana ríkisins og afmarka betur skyldur einstakra stofnana og embættismanna. Þá bendir þingmannanefndin á að brýnt er að í ráðuneytum sé til staðar sú fagþekking og reynsla sem nauðsynleg er til að sinna þeim verkefnum sem ráðuneytum ber. Að mati þingmannanefndarinnar er brýnt að ætíð sé ráðið í stöðu embættismanna á faglegum forsendum.
    Þingmannanefndin telur mikilvægt að stofnaður verði samráðsvettvangur fjármálaráðuneytis, Alþingis, stofnana ríkisins, sveitarfélaga og Seðlabankans um efnahagsmál og að hlutverk slíks vettvangs verði lögfest. Þar verði unnt að setja fram tillögur að formlegum hagstjórnarreglum sem hafi það að markmiði að jafna hagsveiflur. Forsætisráðuneytið beri ábyrgð á stofnun samráðsvettvangsins.
    Þingmannanefndin telur að formleg og vönduð stjórnsýsla sé sérstaklega mikilvæg, einkum í ljósi smæðar samfélagsins. Nefndin telur að verulega skorti á að starfshættir innan ríkisstjórnar, ráðuneyta og stofnana uppfylli nútímakröfur um formlega og opna stjórnsýslu

Í ljósi þessa, þá spyr ég, Er það eðlilegt að taka icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar út úr Fjárlaganefnd áður en umfjöllun um það er lokið?  Og er það eðlilegt að formaðurinn Oddný G. Harðardóttir taki afstöðu til máls sem enn er til afgreiðslu hjá nefndinni? eins og Oddný gerði í bloggfærslu í gær. Og er það eðlilegt að Seðlabanki Íslands haldi upplýsingum frá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar? Ég held að enginn fari í grafgötur um að ferill mála ríkisstjórnarinnar á Alþingi er sjónarspil. Það er búið að taka ákvarðanir og síðan fer fram málamyndaumræða á Alþingi.  Þetta eru vinnubrögð sem eru ekki ásættanleg eftir að hér varð allsherjarhrun. Þeir sem skoða skipan nefnda Alþingis sjá að þær eru upp til hópa skipaðar óhæfum einstaklingum með litla menntun og þekkingu til að fjalla af viti um mál og hirða svo ekki um að leita umsagna fagmanna eins og dæmin sýna. Hér ríkir algert ráðherraræði þrátt fyrir loforð um breytt vinnubrögð. Skömm Alþingis er mikil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband