16.2.2011 | 09:36
Hefur arðsemiskrafa lífeyrissjóða lækkað?
Ross Beaty viðurkennir að arðsemin af HS Orku sé ekki eins mikil og hann hafði reiknað með. Ross Beaty staðfestir það sem ég hef haldið fram lengi, að Magma hafi verið blekkt til að kaupa hlut GGE, Reykjanesbæjar og OR í Hitaveitu Suðurnesja á allt of háu verði. En núna virðast nokkrir lífeyrissjóðir ætla að skera alþjóðafjárfestana, sem nýlega gerðu Ásgeir Margeirsson að æðsta strumpi, úr snöru hinna óarðbæru fjárfestinga og það sem meira er þá ætla sjóðirnir að kaupa 25% hlut Magma á tæpa 10 milljarða! Í ljósi þess hvað Magma greiddi í raun fyrir þessi 99% sem þeir eiga þá er ljóst að um umtalsverðan hagnað verður að ræða fyrir hina erlendu fjárfesta. Að ekki sé talað um þær skuldbindingar sem hvíla á HS Orku varðandi orkusölusamninga til Norðuráls. Hafa þessir lífeyrissjóðir fjárhagslega burði til að standa í þessum rekstri og hafa þeir leyfi til þess? Ég leyfi mér að efast um það.
Magma: Sala á hlut í HS Orku til lífeyrissjóða langt komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.