44-16 fyrir ESB sinna

Atkvæðagreiðslan um icesave klafann endurspeglaði afstöðu þingmanna til aðildar að ESB. En þeir skyldu fagna varlega, Þjóðin er á móti þessu þingi og hefur margítrekað lýst frati á Alþingi í öllum skoðanakönnunum undanfarin 2 ár. Það er vægt til orða tekið að segja að hér sé gjá á milli þings og þjóðar.  Ég held að það sé heilt úthaf.  Þess vegna treysti ég á forsetann að hann vísi þessum lögum esb þrælanna í dóm þjóðarinnar og hún hafni þeim jafn afgerandi óg hinum fyrri. Þá trúi ég ekki öðru en að glottið þurrkist af smetti fjármálaráðherra þegar hann hrökklast úr embætti með skömm og mun þurfa að svara til saka fyrir landsdómi vegna embættisafglapa og skaða sem hann hefur valdið þjóðinni með embættisfærslum sínum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband