Hvað þarf að skipa margar nefndir eða vinnuhópa?

15.10.2008 flutti Jón Bjarnason þingsályktunartillögu um uppbyggingu strandsiglinga.
Þessi tillaga virðist hafa sofnað í nefnd. Síðan er skipuð nefnd á vegum Samgönguráðuneytis um hagkvæmni strandsiglinga sem skilaði niðurstöðum 9. júní 2010. Niðurstaðan var að verkefnið væri hagkvæmt. Þetta ætti að vera nóg til að hefjast handa myndi maður ætla en ekkert hefur ennþá gerst og þingmenn virðast ekkert vita í sinn haus því enn á ný er lögð fram ályktum á þingi í dag um skipan vinnuhóps um vöruflutninga. Þessi nýja ályktun er flutt af Sjálfstæðismönnum og Framsókn en líka tveim Samfylkingarmönnum. Sigmundur Ernir og Helgi Hjörvar ættu ekki að þurfa að vera með þessa sýndarmennsku þar sem þeir eru aðilar að ríkisstjórn sem hefur allar upplýsingar og ekkert eftir nema framkvæma. En það er þetta með framkvæmdir sem virðist skelfa þessa ólánsstjórn. Henni virðist erfitt að hrinda málum í framkvæmd af einhverjum ástæðum. Og þessi nýjasta þingsályktun er arfavitlaus þar sem hún gerir ráð fyrir að hagsmunaaðilar ráði fyrirkomulaginu. Það á semsagt að spyrja Ólaf í Samskipum hvort hann sé ekki til í að minnka fraktflutninga á landi og nota frekar skip til þeirra flutninga. Auðvitað segir Ólafur nei, honum kemur ekkert við vegaslit og umferðaröryggi. Hann vill bara græða á flutningum. Alþingi þarf að fara að taka ákvarðanir með almannahagsmuni í fyrirrúmi og hætta að þjóna sérhagsmunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband