Það ber að draga umsóknina til baka!

ESB umræðan hefur klofið þjóðina í andstæðar fylkingar. Og samt er hún varla byrjuð af ráði! Á því er bara ein skýring og hún er sú þjóðfélags kollsteypa, sem hér varð. Margir hafa misst traust á íslenskum stjórnmálamönnum og íslenskri stjórnsýslu og telja að allt annað sé betra en íslensk embættismannaklíka sem hefur hreiðrað um sig í kerfinu og hindrar hér allt gegnsæi og opnar ákvarðanir. Þetta er skiljanlegt en þetta vonleysi er bara tímabilsástand. Þess vegna er þessi tími sem Samfylkingin valdi til að sækja um aðild að ESB svo rangur. 

Hér er verið að spila með tilfinningar fólks sem nýgengið er í gegnum stærstu áföll sem geta hent. Og ekki bara eitt stóráfall, heldur röð áfalla. Þegar tilverunni er kippt undan fólki fjárhagslega, þá hefur það áhrif á alla tilveruna.  Óöryggið varðandi framtíðina getur sundrað fjölskyldum og heilum þjóðum. Þetta gerðist hér í kjölfar hrunsins. Sérfræðingar segja að sá sem verður fyrir áfalli á ekki að taka mikilvægar ákvarðanir fyrr en hann hefur unnið úr áfallinu.  En hér ræðst heil stjórnmálafylking á þjóðina meðan hún er í sárum og vill þröngva henni til að taka mikilvægustu ákvörðun sem þjóð getur tekið!!  Sjá menn ekki hvað þetta er siðferðilega rangt?  Eru engir félagsfræðingar eða sálfræðingar eða geðlæknar eftir í Samfylkingunni sem geta komið vitinu fyrir þetta vitfirrta lið?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband