Undirskriftasöfnun er ekki kosning

Þessi umræða um undirskriftasöfnunina á kjósum.is er fáránleg en jafnframt einkennandi fyrir móðursýkina sem hér veður uppi.  Af hverju vilja menn ekki að þjóðin kjósi? 33 þingmenn vildu ekki að þjóðin fengi að kjósa og margir bloggarar vilja ekki heldur að þjóðin fái að kjósa. En það sem meira er, þeir vilja ekki heldur að fólk fái að setja nöfn sín á lista til stuðnings sinni kröfu!  Hvers lags fasískt skoðana kúgunar ræði vilja menn innleiða hér?  Því þetta er fasismi og ekkert annað. Minnihlutinn vill ráða. Minnihlutinn hræðist, að icesave lögin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna berjast þeir um á hæl og hnakka.  En hvaðan kemur mönnum eins og Jónasi Kristjánssyni þessi sannfæring um að bara hann viti hvað öllum er fyrir bestu?  Ég hafna því. Ég vil sjálfur hafa eitthvað um það að segja. Ég vil beint lýðræði og mér er alveg nákvæmlega sama um allar undirskriftasafnanir. Þær eru bara yfirlýsing. Jafn marklausar og skoðanakannanir.

Aðeins með þjóðaratkvæðagreiðslu kemur hinn raunverulegi þjóðarvilji í ljós.

Allir munu sætta sig við niðurstöðu kosninga, á hvorn veginn sem hún fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að benda á þetta augljósa atriði. Einhver vinveittur Jónasi má benda honum á það sama áður en hann fer gjörsamlega úr límingunum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband