Að troða heilli þjóð í handfarangur

toskur.jpgÍslendingar eru ekki vanir frelsi.  Sérstaklega ekki ferðafrelsi.  Fyrstu 900 árin eða svo vorum við fangar úti á miðju Atlantshafi og urðum að sæta árstíðum til að komast frá landinu.  Þá varð til hinn frægi frasi: "Kóngur vill sigla, en byr hlýtur ráða"  Í dag geta allir siglt. Byr ræður engu. Mönnum er frjálst að velja sér búsetu þar sem menn vilja. þetta hafa margir notfært sér án þess að nokkur hafi skipt sér af. Þess vegna skil ég ekki það fólk sem vill núna troða allri þjóðinni ofan í tösku og taka með sér til Evrópu!

Ég hef engan áhuga á að búa annars staðar en á Íslandi.  Ef ég vildi búa á Spáni eða í Danmörku, þá mundi ég flytja þangað og ekki reyna að fá alla aðra með.  Af hverju geta ekki ESB sinnar virt svona einfalda reglu sem snýr að persónulegu frelsi hvers Íslendings til að ráða sínum örlögum sjálfur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vegna þess að þeir vilja fara á kostnað allra hinna. Feiti þjónninn þarf sitt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 13:20

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk Elín.  Er þá Össur feiti þjónninn?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.2.2011 kl. 13:47

3 identicon

Meðal annarra, já.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband