19.2.2011 | 16:55
Tækifæri sem kemur ekki aftur
Laun í fiskvinnslu hér á landi hafa verið skammarlega lág í tugi ára. Þess vegna hafa Íslendingar ekki viljað starfa í greininni. Þetta notfæra kvótagreifar sér þegar þeir réttlæta að fiskvinnslan þurfi í auknum mæli að færast út á sjó. Og eins þegar þeir benda á að ekki fáist fólk til starfa í frystihúsum úti á landi. Í ljósi hins sögulega lága gengis er núna tækifæri til að leiðrétta þetta misvægi. Fiskiðn er virðingarvert starf. Ekkert síður en aðrar iðngreinar. Verkalýðshreyfingin þarf að taka sér tak. Hún þarf að þora að standa með sínu fólki og bæta kjör þess. Í Færeyjum eru laun fiskverkafólks 330 þúsund á mánuði ef ég tók rétt eftir þegar Siggi Stormur ræddi við Paulsen, fréttaritara sinn í Færeyjum um daginn. Hér á Íslandi fá Pólverjarnir sem vinna þessi störf fyrir okkur. undir 200 þúsund á mánuði. Ekki furða þótt Íslendingar líti ekki við þessum smánarlaunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.