20.2.2011 | 18:07
Aflétta verður trúnaði fyrst þjóðin á að ráða
Björn Valur Gíslason, pólitískur hlaupastrákur fjármálaráðherra, mætti galvaskur í Silfur Egils og varði ákvörðun þingsins og vísaði til trúnaðarupplýsinga sem aðeins fjárlaganefnd hefði haft aðgang að við afgreiðslu málsins. Nú þegar forsetinn hefur vísað málinu til þjóðarinnar, þá hljótum við að gera þá sjálfsögðu kröfu, að fá þessar upplýsingar upp á borðið. Öðruvísi getum við ekki tekið upplýsta ákvörðun í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú reynir á lýðræðið og stjórnskipunina alla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.