20.2.2011 | 18:32
Hraða verður uppgjöri þrotabús Landsbankans
Eins og margir hafa bent á er icesave krafa Breta og Hollendinga fyrst og fremt forgangskrafa í þrotabú Landsbankans. Sem slík á hún ekki að bera vexti. Þess vegna verður nú að leggja alla áherzlu á að hraða uppgjörinu og greiða út þessar kröfur sem fyrst. Hvernig að því verður staðið er aftur á móti mál íslenskra og breskra og hollenskra yfirvalda. Næstu icesave viðræður ættu því með réttu að snúast um hvernig hraða megi starfi slitastjórnar og hvort Bretar geti ekki komið að því uppgjöri á einhvern hátt. Þegar allt kemur til alls, þá starfaði Landsbankinn aðallega í Bretlandi og þar eru líka flestar eignir þrotabúsins. Það er í hæsta máta óeðlilegt að íslenskir lögfræðingar geti dregið það í fjölda ára að ljúka hinu lögformlega ferli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.