Pólitíkin

Ólafur Sveinsson telur mig hægrisinnaðan í skoðunum. Þetta er einkennandi fyrir hina gamaldags flokkahugsun á Íslandi. Íslenzk pólitík er eins og haustréttir. Allt kapp er lagt á það að draga alla í dilka og síðan á bara að senda undanvillingana í sláturhúsið!. Ég hef aldrei rekist vel í hóp þess vegna hef ég aldrei fundið minn rétta dilk.  Ég kýs að taka afstöðu til málefna en ekki eftir einhverri pólitískri línu. Á meðan flestir rifust um icesave á þeim forsendum hvort ætti að borga eða ekki, þá var mín afstaða alltaf sú að þrotabúið og eigendur Landsbankans ættu skilyrðislaust að borga þessa kröfu en ekki ríkissjóður. Þetta hefur kannski ruglað einhvern í ríminu en mér finnst það rökrétt skoðun.  Núna, ef þjóðin hafnar ríkisábyrgðinni eins og allar líkur eru á, þá gefst kannski færi á að hugsa þetta mál upp á nýtt og út frá öðrum forsendum en ríkisábyrgð.  Á það var ég að benda hér í færslu í gær. Ég hef enga trú á að Bretar og Hollendingar sæki þetta mál fyrir dómstólum ef þeir geta fengið 90% eða meir út úr þrotabúinu á næstu 1-2 árum. Að icesave frágengnu þá er næsta stóra mál, sem snýr að þjóðinni þessi dæmalausa aðildarumsókn að ESB. Skoðanir manna á aðild fara þvert á flokkslínur, svo mér finnst vel koma til greina að hér verði myndaðar 2 stjórnmálafylkingar, aðildarsinna og sjálfstæðissinna. Þessi fjórflokkur er hvort sem er kominn að fótum fram. Hægri og vinstri skilgreiningar eiga ekki lengur við.  Breytum pólitíkinni og skríðum upp úr hjólförum flokkshugsunarinnar og förum að taka afstöðu til mála en ekki manna.  Þá fyrst verður hægt að breyta þessu staðnaða kerfi sérhagsmunanna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband