Hælbítarnir vaða í forsetann

Góðir smalahundar halda alltaf utan um hópinn og þoka honum í rétta átt. Góðir smalahundar hlýða alltaf húsbændum sínum. Vondir smalahundar vaða í hópinn og tvístra honum. Þeir eru stjórnlausir og stökkva oft af stað upp á sitt eindæmi og ráðast þá gjarna á einhvern einn úr hópnum. Slíkir eru kallaðir hælbítar. 

Stjórnmálaflokkar eiga sér flestir smalahunda, bæði góða og vonda. Nú hefur það gerst að góðu smalahundarnir hafa verið lokaðir inni en hælbítunum sigað á forseta Íslands af því hann gekk gegn vilja stjórnarflokkanna. Þetta er ljótur leikur og ekki þeim til sóma sem bera ábyrgðina. Enda munu áhrifin verða þveröfug. Hópurinn mun þjappa sér um forsetann og verja hann fyrir hælbítunum og þeir munu hvergi nærri komast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband