"Stasimaðurinn" í Silfrinu

Tvennt kom á óvart í Silfri Egils í dag, annars vegar málflutningur Eiríks Bergmanns og hins vegar hvaða tilgangi það þjónaði að kalla til álits þennan Ásgeir Brynjar! Eftir að hafa hlýtt á málflutning hans fékk ég það sterkt á tilfinninguna að þar hefði verið skikkaður í þáttinn talsmaður ríkisstjórnarinnar til að reka áróður fyrir samþykki icesave III.  Ef stjórnvöld eru farin að hlutast til um þáttagerð á þennan hátt, hvort sem um er að ræða með beinum eða óbeinum hætti, þá er það graf alvarlegt mál.  Hins vegar fer það ekki framhjá neinum að nú fer í hönd lokaorrustan um líf ríkisstjórnarinnar og það er greinilegt að það á að selja það líf dýrt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband