13.4.2011 | 07:57
Svar mitt til ESA
Fjármálahrunið á Íslandi haustið 2008 má rekja til samþykktar EES samningsins í janúar 1993. Sá samningur lagði ofurkröfur á hendur örríkinu Íslandi sem það átti aldrei möguleika á að standa undir. ESB átti að vera ljóst að sjálfstætt örríki með sitt örhagkerfi gæti aldrei innleitt þær kvaðir sem á okkur voru lagðar með EES aðildinni. ESB átti að koma í veg fyrir vöxt bankakerfisins íslenska. Árið 2006 vissu menn í æðstu stöðum innan ESB að bankakerfið var að falli komið. Samt var íslenskum bankaræningjum leyft að stofna innlánsreikninga í Bretlandi og Hollandi og stela sparifé af áhættusæknum gróðamönnum með gylliboðum sem allir máttu vita að stæðust aldrei. Ábyrgðin af icesave skandalnum hlýtur því að lenda á þeim breskum og hollenskum eftirlitsaðilum sem brugðust. Allar skuldbindingar sem óttaslegin íslensk stjórnvöld gengust undir í kjölfar hrunsins eru ekki bindandi fyrir íslenska þjóð eða afkomendur hennar sem nú eru krafin um ábyrgðir. Þrotabú glæpabankans mun að sjálfsögðu ganga upp í allar kröfur eins og íslensk lög kveða úr um. Hins vegar kemur alveg til greina að afhenda breskum og hollenskum kröfuhöfum þetta þrotabú ef það myndi teljast ásættanleg lausn.
Í ljósi þeirrar reynslu sem íslenska þjóðin hefur nú af evrópska ríkjasamrunanum og þeirra brota sem við sannanlega gerðum á EES samningnum varðandi takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns, þá tilkynnist ykkur hér með að við munum sjálfviljugir reka okkur úr EES samstarfinu og áskilja okkur allan rétt til endurskoðunar á þeirri löggjöf sem við höfum neyðst til að innleiða í íslensk lög. Hér á Íslandi ríkir næg spilling svo við förum ekki að flytja hana inn í formi styrkjapólitíkur ESB. Sama má segja um kynþáttavandann og aukninguna á glæpum sem eru bein afleiðing á EES samstarfinu.
Hvort við munum kjósa að eiga í viðskiptum við ESB varðandi útflutning á fiskafurðum eða orku er undir viðbrögðum ESB komin en við minnum á að Ísland er tiltölulega sjálfbært land og lítt háð innflutningi þegar innlendir orkugjafar hafa tekið við af innfluttu jarðefnaeldsneyti sem nú verður flýtt. Lega landsins og mikilvægi pólsiglinga í framtíðinni gerir samstarf við Bandaríkin og Kanada meira eftirsóknarvert en frekara samstarf við ESB.
Og undirskriftin yrði,
Adieu sukers
en ekki þín Jóhanna, eins og undirskrift á bréfi sem Jóhanna sendi Gordon Brown í fyrra
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.5.2011 kl. 21:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.