Ekki aðeins rautt spjald heldur rekin í sturtu

Íslenska þjóðin hafnaði icesave lögum ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Þau úrslit voru áfellisdómur og vantraust á ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms.  Ekki bara rautt spjald heldur voru þau skötuhjú rekin af vellinum og í sturtu.  Þess vegna kemur það ekki til greina að þetta fólk standi í fararbroddi fyrir vörn Íslands gagnvart áliti ESA. Og þvert ofan í lygaspunann í Össuri Skarphéðinssyni þá eru icesave og umsóknaraðildin að ESB tengd órjúfandi böndum. það er móðgun við heilbrigða skynsemi að halda öðru fram.  Þeir sem enn vilja halda áfram með aðildarferlið geta ekki varið hagsmuni Íslands gagnvart ESA. Það eina sem getur mögulega bjargað þessari ríkisstjórn er ef Jóhanna og Steingrímur ná að þvo af sér ESB óværuna í sturtunni. Uppstokkun lífeyrissjóðakerfisins og afnám verðtryggingar ásamt upptöku nýs gjaldmiðils er það sem þarf að vinna að. Íslensk nýkróna, skammstafað NÍSK, getur orðið grundvöllur að heilbrigðu efnahagslífi þar sem engum leyfist að fela illa fengið fé í skattaskjólum erlendis. Hér eru skilyrði til sóknar að því tilskyldu að við afnemum kvótakerfið og stóraukum veiðar. Réttlátt umgjörð sem tryggir gjaldeyrisskil í atvinnulífinu skiptir öllu máli. Þetta tvöfalda svika og undanskotskerfi sem núna ríkir skaðar allt samfélagið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú tekur þann pól í hæðina að skauta framhjá þeirri staðreynd að 75 % þingheims samþykkti þetta mál og það var unnið í samvinnu stjórnar og stjórnarandstöðu... en svona er þetta bara þegar sannleikurinn er ekkert sérstaklega helgur hjá bloggurum.    Þessi niðurstaða var enginn áfellisdómur heldur niðurstaða þjóðaratvæðis um afmarkað mál... sem fór 40-60.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.4.2011 kl. 09:47

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jón, ég tel mig ekki eiga einkarétt á sannleikanum.  Ég er enginn spunakall. Ég er hér að lýsa skoðunum mínum. Að telja niðustöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar ekki vantraust á ríkisstjórnina er skrítin réttlæting svo ekki sé meira sagt.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.4.2011 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband