Vantraustið á Jóhönnu, Árna Pál, Össur og Steingrím

Mikið var ég sammála stöllunum og skáldkonunum, Margréti Tryggvadóttur og Birgittu Jónsdóttur, sem fluttu sömu ræðuna við vantrausts umræðuna. Ég veit ekki hvort margir tóku eftir því að sama ræðan var flutt af þeim báðum því bloggkór samfylkingar hefur verið svo upptekinn af að blogga um ömurlegan málflutning Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég gat líka tekið undir allt sem Þór Saari benti á.  Um það hef ég bloggað og bent á í gagnrýni minni á þessa þjóðhættulegu stefnu sem fylgt hefur verið og þröngvað upp á þing og þjóð af hrunverjum Samfylkingarinnar og bakkað upp af eigendafélagi VG.  Í því ljósi fagnaði ég þessu vantrausti sem borið var fram. Vantraustið snérist um að koma þeim sem bera ábyrgð á helferðinni frá völdum. Vantraustið snérist ekki um að koma Sjálfstæðismönnum til valda.  En á því klifaði spunakór Samfylkingar og hirðmanna Steingríms J í þingræðum í gær.  Það var greinilegt að þegar kattasmölun Jóhönnu var lokið þá var gefin út lína til nýliðanna í SF og VG um hvernig málsvörn skyldi hagað.  Og það er skrýtið hvernig hótanir og hræðsluáróður Steingríms og Jóhönnu virkar á eigin samflokksmenn!  Á þetta fólk enga sómakennd?  Skilur það ekki að ríkisstjórn á að sitja í umboði þjóðarinnar?  Þjóðin hefur samþykkt vantraust á þessa ríkisstjórn. Og ekki bara einu sinni, heldur tvisvar.  Og þjóðin samþykkti vantraust á Sjálfstæðisflokkinn í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu.  Þessir 44 alþingismenn sem stóðu að samþykkt icesave III sitja ekki lengur í umboði þjóðarinnar.  Jóhanna og Steingrímur halda að þau sitji í umboði þingsins!!  Þetta fólk hefur ekkert lært.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þau treystu okkur ekki fyrir að kjósa um Icesave og nú treysta þau okkur ekki tila að kjósa til þings! Hvað er þá eftir?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2011 kl. 06:46

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Jón, þessi ríkisstjórn er á lokametrunum. Átökin um ESB á næstu mánuðum mun ráða úrslitum. þqað er ekkert í pakkanum og menn munu átta sig á að ekki er hægt að byggja innlimun á undanþágum.  þetta mun valda stjórnarslitum. En best5 væri náttúrulega að skora á forsetann að rjúfa þing og boða til kosninga   þá mundi innræti vinstri elítunnar fyrst koma í ljós

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.4.2011 kl. 08:00

3 identicon

Ömurlegur málflutningur hjá ykkur. Báðir í sömu hljólförunum og þið sakið aðra um að spóla í. Talið um nauðsyn þjóðaratkvæðis í Icesavedeilunni, en viljið svo koma í veg fyrr að þjóðin reyni að ná góðum samning við ESB og kjósa svo um niðurstöðuna. Bara ef það hentar mér. Auðvitað myndi sjálfstæðisflokkurinn komast aftur til valda ef þessi stjórn hefði fallið nú og kosið að nýju. Ef það er ykkar lausn til framtíðar, þá má jörð af göflum ganga og himnar til grunna hrynja.

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 14:19

4 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Gunnar,  það ert nú þú sem ert með ömurlegan málflutning.

"reyni að ná góðum samning við ESB"

Það verður gleði dagur þegar ESB sinnar hætta að tyggja þessa tuggu,  Það sem er í boði er aðild að ESB; Ekkert meira, ekkert minna.  Það eina,  EINA, sem verður samið um eru tímabundnar undanþágur frá regluverki ESB og hvenær við tökum sagt regluverk upp. Stækkunarstjórar ESB er búnir að minnast á þetta mörgum sinnum að það eru engar varanlegar undanþágur í boði fyrir nýjar aðildarþjóðir. Ef við vildum fá þannig díl þá áttum við að sækja um aðild að ESB í staðinn fyrir EES, þá hefðum við getað fengið "góðan samning" með varanlegum undanþágum en það skip er búið að sigla úr höfn og við misstum af því (sem betur fer segi ég nú bara).

Það er þetta sem sífellt fleira fólk er að átta sig á, að allt þetta væl um að ná einhverjum svaka góðum samning við ESB (kíkja í pakkann) er ekkert nema samfylkingarfólk að slá ryki í augun á almenning.

Jóhannes H. Laxdal, 18.4.2011 kl. 23:57

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

That´s my boy

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.5.2011 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband