Gamall flokkur á ónýtri kennitölu

Þá sjaldan að Framsóknarflokkinn ber á góma, dettur mér alltaf í hug old people.  Þegar haldin eru flokksþing eða aðrar samkomur og sýnt frá í sjónvarpi þá eru alltaf í forgrunni fólk eins og Páll frá Höllustöðum og Sigrún Magnúsdóttir eða þá Alfreð Þorsteinsson. Verra getur það varla orðið!
Tilvistarkreppa Framsóknarmanna felst í fortíðinni. Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson, ólafur Ólafsson og Valgerður frá Lómatjörn eyðilögðu ímynd Framsóknarflokksins og enginn ímyndarfræðingur getur lappað upp á hana næstu 100 árin. Björn Ingi Hrafnsson og Óskar Bergsson bera líka báðir mikla ábyrgð á þeim spillingarstimpli sem lengi hefur loðað við flokkinn. Slíkt verðuir alltaf rifjað upp svo lengi sem þessi flokkur verður til. Andlitslyftingin sem fólst í endurnýjun forystunnar og þingmannanna skiptir engu. Sigmundur Davíð er þrátt fyrir allt sonur pabba síns og fulltrúi peningaaflanna og þar með spillingaraflanna í eigendafélagi Framsóknarflokksins. Þeirra sömu og myndirnar birtast af í fjölmiðlum. Guðmundur Steingrímsson á enga framtíð. Við ætlum ekki að innleiða kóngaveldi í íslenska pólitík þar sem sonur tekur við af föður. Konurnar í Framsókn láta það aldrei gerast. Fyrir Guðmundi liggur að gerast LAGAAFGREIÐSLUMAÐUR HJÁ SAMFYLKINGUNNI OG MUN HANN FYLLA STÓRAN HÓP HÆFILEIKALÍTILLA MEÐALMANNA ÞAR Á BÆ.  En hvað verður þá um Framsókn?  Eina leiðin sem ég sé fyrir hæfileikaríkt hugsjónafólk eins og Eygló Harðardóttur, er að segja skilið við flokkinn og stofna nýjan flokk á nýrri kennitölu. Flokk sem byggði á framtíðinni án þess að vera þjakaður af draugum fortíðar. Eygló hefur það sem til þarf. Hennar er valið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband