Afnám kvótakerfisins er eina lausnin

Engin sátt ríkir á neinum vígstöðvum um fyrirkomulag fiskveiða á íslandi. Þessu veldur kvótakerfið og þessi arfavitlausa umræða um auðlindaskatt á kvótann.  Menn eru löngu búnir að missa sjónar á grundvelli byggðar í landinu.  Þessum grundvelli var á einni nóttu kippt undan þúsundum manna þegar kvótalögin voru samþykkt. Núna 28 árum seinna, HEFUR STÖRFUM Í SJÁVARÚTVEGI FÆKKAÐ UM 10000,  ATVINNA OG ÞJÓNUSTA DREGIST SAMAN OG BÚSETUSKILYRÐI ALMENNT VERSNAÐ. 

Mikil byggðaröskun hefur orðið og mikil fjármagns tilfærsla úr sjávarútvegi yfir í fjármagnsbrask á vegum eigendanna. En verstu afleiðingarnar eru samt vonleysið um að þetta verði nokkuru sinni lagað.  Ástæðan er skilningsleysi stjórnvalda og aðgerðarleysi gegn samsöfnun valds í sambandi við uppkaup á kvóta og sameiningu fyrirtækja í sjávarútvegi á síðustu 15 árum.Þessi samansöfnun aflaheimilda hefur fært eigendum 10 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna gífurleg völd í þjóðfélaginu. Og það sem verra er, þessir menn kunna ekki með þau að fara. Við sjáum hvernig Þorsteinn Már heldur Eyjafjarðarsvæðinu í helgreipum atvinnukúgunar. Við sjáum hvernig Guðmundur í Brim hagar sér eins og argasti umbreytingafjárfestir þegar hann sölsar undir sig kvóta og braskar með hann.  Þessi maður á engan rétt. Hann byggir auð sinn á því að hafa sölsað undir sig þrotabú stærsta sjávarútvegsfyrirtækis á Vestförðum, Básafells. Það var þjófnaður fyrir opnum tjöldum og framinn með fulltingi stjórnvalda. Vestfirðingarnir trúðu ekki að kvótinn væri kominn til að vera.  Þeir áttuðu sig ekki á verðmæti kvótans fyrr en löngu seinna.  Enn í dag fær Guðmundur í Brim að auka við eign sína í kvóta og nú með því að eignast ráðandi hlut í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Hvenær er nóg nóg? Það er löngu tímabært að samkeppnisyfirvöld skipti upp þessum stóru fyrirtækjum. Þau fara gegn almannahagsmunum. Eru samkeppnishamlandi og hafa gengið sóðalega um fiskimiðin í skjóli nýtingar einkaréttar.

Núna er loksins að rofa til í hausi fiskifræðinga á Hafró og þeir eru farnir að viðurkenna reikniskekkjur upp á hundruð þúsunda tonna. Í netarallinu sem nú stendur yfir er að finnast stórfiskur sem var ekki til í bókhaldi stofnunarinnar. Núna er lag til að afnema kvótakerfið með einni atkvæðagreiðslu á þingi.

Til þess að sátt náist um fiskveiðistjórnunina þarf að afnema kvótakerfið og alla þá mismunun og spillingu og sóun sem því hefur fylgt. Almenningur þarf að hætta þessu gaspri um auðlindaskatt á kvótann.  Með slíku tali eru þeir óbeint að ganga erinda kvótagreifanna og styrkja eignarhald þeirra á fiskinum í hafinu.  Og þetta fyrirkomulag hentar líka spilltum stjórnmálamönnum sem vilja nú fá að braska með kvótann. því allar þessar hugmyndir um sölu veiðileyfa er ekkert nema brask. Nema að núna vilja pólitíkusar hafa puttana í braskinu. Jón Bjarnason vill bara efla völd ráðherra í sambandi við þessar svokölluðu umbætur sem hann hefur innleitt. Þær eru náttúrulega engar umbætur heldur spilling undir yfirvarpi jöfnunar.  Þetta þarf allt að afnema. 

Ef fólk bara áttar sig á öllu því sem við náum til baka við afnám kvótakerfisins þá hætta menn að styðja þessar arfavitlausu fyrningarleið Samfylkingar og Vinstri grænna. Kvótinn var settur á af illri nauðsyn skulum við segja, nú er ekki lengur þörf á slíku kerfi og því  á að leggja það niður. Við þá lagasetningu skapast engin skaðabótaskylda eins og hugsanlegt er við fyrningarleiðina.

Og auðvitað verður hægt að setja ný lög sem tryggja hagkvæma nýtingu þeirra hlunninda sem eru í hafinu.  ÞAÐ EFAST ENGINN UM ÞANN RÉTT LÖGGJAFANS.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband