29.4.2011 | 18:44
Ekki boðlegt ferli
Eitt af því sem mikið hefur verið gagnrýnt er að ekki skuli ríkja hér fjölskipað stjórnvald. Ráðherraræðið er sérstaklega slæmt þegar ráðherrarnir eru jafn óhæfir og þessir 10 í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Það er sama hvert litið er, ekkert af þessu fólki virðist ráða við þau verkefni sem undir þau heyra og til að fela vanhæfið er valdið gjarnan framselt til embættismanna og sérfræðinga sem bera svo enga pólitíska ábyrgð. Þetta er vandi ríkisstjórnarinnar í hnotskurn og jafnframt einkenni. Jón Bjarnason er sérstakur kapituli útaf fyrir sig. Hann hangir enn í sínu embætti af því að það er ekki hægt að losna við hann. Þetta veit hann og hefur breytt sínu ráðuneyti í verndaðan vinnustað þar sem engar kröfur eru lengur gerðar um árangur. Það er engin furða þótt fréttamenn fái lítil svör við spurningum sem þeir leggja fyrir þennan ráðherra. Hann hefur engin svör því það er ekkert að gerast. Eftir 2 ár leggur hann fram drög að skemmdarverki á fiskveiðistjórnarlögunum, með þeim orðum að það verði enginn sáttur! Og hvað eiga menn við þegar þeir Steingrímur tala um að tryggja útgerðinni örugg rekstrarskilyrði? Ætlar ríkisstjórnin að tryggja áfram hagstætt gengi? Það er það eina sem hún hugsanlega getur haft áhrif á. Ekki ræður hún aflabrögðum, gæftum eða markaðnum.
Allt þetta ferli sem málið hefur verið í undir stjórn Jóns Bjarnasonar er ekki boðlegt. Fasistinn Jón Bjarnason vill bara eitt og það er að tryggja ríkisforsjá áfram. Ef ekki í formi innköllunar og kvótaleigubrasks ríkisins, þá undir pólitísku skömmtunarkerfi úr félagslegum pottum. Niðurlæging greinarinnar er algjör
Ég skora því á útgerðamenn og sjómenn og fiskverkafólk að taka höndum saman og krefjast afnáms kvótakerfisins strax. Það er hið eina rétta í stöðunni. Um það verður víðtæk sátt,
Fasísk ríkisforsjárhyggja ríkisstjórnarinnar er að keyra hér allt þjóðfélagið í þrot.
Allt þetta ferli sem málið hefur verið í undir stjórn Jóns Bjarnasonar er ekki boðlegt. Fasistinn Jón Bjarnason vill bara eitt og það er að tryggja ríkisforsjá áfram. Ef ekki í formi innköllunar og kvótaleigubrasks ríkisins, þá undir pólitísku skömmtunarkerfi úr félagslegum pottum. Niðurlæging greinarinnar er algjör
Ég skora því á útgerðamenn og sjómenn og fiskverkafólk að taka höndum saman og krefjast afnáms kvótakerfisins strax. Það er hið eina rétta í stöðunni. Um það verður víðtæk sátt,
Fasísk ríkisforsjárhyggja ríkisstjórnarinnar er að keyra hér allt þjóðfélagið í þrot.
Verður sjálfsagt enginn sáttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:50 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér um að það verði að afnema þetta skuldablöðrumyndandi þenslukerfi til handa óheiðarlegum og gráðugum einstaklingum. Það getur bara farið á einn veg. Nú skuldar útgerðin 800 milljarða, sem hún getur ekki og ætlar ekki að borga og tekið verður úr okkar vasa og lísgæðum fyrr eða síðar. Sú langavitleysa verður að enda því annars setur hún okkur á hausinn fyrr en síðar.
Nýtt kerfi,þó ekki væri nema til að ógilda hinn fræga hæstaréttardóm, sem leyfði að óveiddur fiskur yrði bókfærður og veðhæfur fyrir þyrlum og tuskubúðum í London. Kefi sem sem gefur útgerðinni sjálfsvald um ákvörðun fiskverðs út úr öllu korti til að festa einokunina og blása út höfuðstóla sem ekki eru til í raun.
Menn verða að fara að setjast niður og hugsa hvað hvaða leið væri best í fullri einlægni, því þetta er alls ekki sjálfbært eins og er og raunar tímasprengja sem er við það að springa. Ísköld skynsemi í stað flokkadrátta og kryta er eina leiðin, annars tapa allir.
Einn kerfisgalli er í þessu, sem ég tel mig koma auga á, en það er sjálf skilgreiningin á heimildum til veiða. Nú er hún bundin magni (Kvóta í tonnum) en ætti frekar að vera bundin tíma. Þ.e. sóknardögum með miðstýrðri útdeilingu. Það er erfitt að setja daga í veð beint, en slik tímaskilgreining gæti boðið upp á lánshæfismat til grunns fjarfestinga í stað beinna veða. Það þarf svo, hvort sem mönnum líkar betur eða verr að miða fjárfestinguna við uppbyggingu í greininni og banna fjárhættuspil utan hennar. Það er nú einu sinni þannig að lögin líta ekki á þetta sem eign viðkomandi, þótt menn höndli með þetta svo.
Þegar ég tala um miðstýringu þá á ég við að opinber stofnun ákvarði fiskverð og úthluti tíma. Ef menn nýta ekki tímann, þá skila þeir honum inn aftur ti endurúthlutunnar. Eina takmörkun er svo hægt að setja, en það er þak á aflann sem veiddur er innan tímans. Allur fiskur skal koma að landi og sá fiskur sem tekin er af öðrum tegundum en tíminn er ætlaður fyrir dregt frá tíma til þeirra veiða á næsta tímabili.
FUllvinnsla afurða á svo í raun að vera skilyrði eða örvuð eftir fremsta megni til að verðmæti aukist og atvinna skapist hér heima í stað þess að flytja hana úr landi. Við erum meira en samkeppnisfær þar og erum í lægri kantinum hvað laun varðar í álfunni.
Hendi þessu svona fram án ábyrgðar. Það er ljóst að það þarf kefi. Það kerfi verður að leggja vinnu í og hætta að spæsla og bæta handónýtt kerfi með grundvallar kerfisgalla innbyggðum. Að lokum má svo nefna að sá háttur að kvóti erfist og haldist í fjölskyldum hlýtur að vera brot á öllum hugsanlegum lögum og sáttmálum. Algerlega súrrealískt dæmi þar sem menn eru líklega að miða sig við landbúnað og leigujarðir. Ef það er viðmiðið, þá þarf bara að breyta þeim lögum.
Kannski væri best að hugsa þetta sem berjamó í þjóðgarði. Hvernig myndum við búa til réttlátt kerfi fyrir slíkt, sem sæi jafnframt til þess að landið yrði ekki eyðilagt? Kannski við ættum að fílosófera um þetta út frá því? Bláber, aðalbláber, krækiber...
Það er annars kostulegt að sjá þessa ríkistjórn sem kvartaði mest yfir ráðherravaldi og gaf það sem ástæðu stjórnlagaráðs m.a. að skilja milli valdsviða, að hún hefur misnotað þetta vald eins og enginn væri morgundagurinn rétt eins og það væri einhverskonar steggjapartý áður en að festunni kemur. Þau eiga líklegast met í leynd, undirferli og misbeitingu, þessi gagnsæja stjórn.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2011 kl. 22:03
Myndin er annars frábær af jóni með hinn trénaða geislabaug. Iconografískur stofnanatréhestur, ósnertanlegur og alvaldur. Á honum hangir ríkistjórnin. Ímyndaðu þér...
Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2011 kl. 22:08
Takk fyrir þetta Jón. Eins og þú veist þá gjörþekki ég þetta af eigin raun. Byrjaði til sjós á síðutogurum 1965 og fór í land 1995. Fyrir mér er aðalatriðið að opna augu manna fyrir því hversu skaðlegt kvótakerfið er í sambandi við umgengnina um fiskimiðin. Þar á eftir kemur debatið um áreiðanleika veiðiráðgjafarinnar. Í þriðja sæti kemur svo gagnrýnin á kvótagreifana. Mér finnst umræðan ekki skila neinu. Stjórnmálamenn skilja ekki alvarleikann sem felst í kvótasetningu sjávarútvegs og þeir sem tjá sig gera það oftast af litlum skiolningi. 25 ára heilaþvottur hefur haft áhrif. Menn trúa því að kvótastýring sé ábyrg stefna og benda á leiguþý kvótaeigendanna máli sínu til stuðnings. Hagfræðingar og fiskifræðingar á mála hjá LÍÚ hafa ótrúlega mikil áhrif í þessu þjóðfélagi hjarðhugsunarinnar. Á móti því er ég að berjast. Ekki með upphrópunum og gífuryrðum, heldur rökum. Persónulega hef ég engra hagsmuna að gæta. Og ég lít ekki á útgerðarmenn sem glæpamenn eins og blogglúðrasveitin gerir. Hins vegar þurfa allir að róa í sömu átt og afnema kvótakerfið. Þá fyrst verður nauðsynleg uppstokkun í greininni. Þá munu þeir sem ekki ráða við skuldirnar missa skip sín og aðrar fasteignir til veðhafa en eftir standa mun öflugri og heilbrigðari rekstrareiningar. Þá mun kvatinn til að stækka fyrirtækin of mikið hverfa. Fyrirtæki eins og Samherji og Grandi eru of stór. Og með tilliti til samkeppni þá þarf að skilja á milli veiða, vinnslu og sölu. Það er í raun furðulegt að þetta kerfi sem nú viðgengst skuli hafa femgið að þróast svona eftirlitslaust öll þessi ár. Sjáðu bara spillinguna sem tíðkast í sambandi við söluna á óunnum fiski bæði ferskum og frosnum. Verðin eru fölsuð og hluti útflutningsverðmætisins skilar sér aldrei sem gjaldeyrir hingað heim.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.4.2011 kl. 00:32
Ég er algerlega sammála þér. Ég hef verið að hvetja þessa menn sem bölsótast sem mest að kynna þetta málefnalega fyrir fólki. Það hefur enginn hugmynd um kostina eða hvað um er að ræða. Það er bara helvítins LÍÚ, punktur. Þessir menn geta sjálfum sér um kennt og lélegum samtakamætti sínum. Þeir segjast vera með hið fullkomna kerfi í handraðanum en enginn veit hvað það er. Þetta er bara heitt loft og þvaður sem kemur frá andstæðingum kerfisins og því virka þeir algerlega ómarktækir í umræðunni. Gamlir og bitrir kapteinar, sem bölsótast á bloggheimum eins og þeir séu í brúarglugganum forðum. Þess vegna benti ég á þennan berjamó, sem leið til að setja þetta í samhengi svo fólk skilji.
Með þessi stóru fyrirtæki eins og Samherja, þá er vert að hafa það í huga að það fyrirtæki er einfaldlega ekki í eigu Íslendinga nema á táknrænan máta. Samherji er Hollenskt fyrirtæki.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.4.2011 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.