Samfélags sáttmáli verður að byggjast á trausti

Traust til stjórnmálaflokka, stjórnmálamanna og annarra sem hafa sett sig til forystu í íslensku samfélagi er gersamlega hrunið. En stjórnmálamenn á skilorði skilja þetta ekki! Af hverju halda menn að hér geti menn haldið áfram á sömu braut og fyrir hrun? Þessi stjórn sem kennir sig við velferð komst til valda á skilorðssamningi við meirihluta þjóðarinnar en hefur fyrir löngu rofið það skilorð.

Traustið verður ekki endurreist nema fyrst fari fram gagnger endurskoðun á hinum pólitísku leikreglum. Stjórnmál eiga að snúast um hugsjónir og hugmyndafræði. Stjórnmál eiga ekki að snúast um hagsmuni eða hagfræði. Íslenskt samfélag hrundi vegna þess að menn misstu sjónar á hlutverki og ábyrgð stjórnmálanna.  Til þess að pólitíkin virki sem tæki til að stjórna með þarf bara eitt. Traust Og til þess að ávinna og viðhalda trausti þarf bara trúverðugleika og heiðarleika. Mjög fáir hafa gert sér grein fyrir þessum einfalda sannleika. Því miður. Þrátt fyrir 2 skýrslur þá halda hrokafullir stjórnmálamenn að þeir komist upp með að hunsa vilja almennings til breytinga. Loforð og efndir verða að fara saman. Við gerum ekki meiri kröfur. 

Íslenska þjóðin er í eðli sínu meðvirk og ligeglad. En núna held ég að þolmörkunum sé náð. Hér verður að fara fram allsherjar endurskoðun. Við verðum að stofna nýtt lýðveldi og setja okkur nýjan samfélags sáttmála. Þetta stjórnlagaráð er prump, enda sprottið af vilja spilltra og í raun umboðslausra stjórnmálaafla sem nú sitja á Alþingi í óþökk flestra landsmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband