1.5.2011 | 15:37
ASÍ SA og RSÍ
Hótanir og ógnanir er orðið daglegt brauð á borðum landsmanna í hverjum fréttatíma undanfarin ár. Og það eru allir að hóta öllum. Í staðinn fyrir að koma hér á festu og stöðugleika þá hefur Ríkisstjórnin kynt undir ófriðarbáli með því að rýra lífskjörin meir en nokkur þörf var á.
Ríkisstjórn sem ekki getur stjórnað í sátt við þjóð sína á að fara frá. Hver dagur sem líður án þess að þjóðin fái að kjósa sér nýja forystu er glataður dagur. Og áfram herðist hengingarólin að hálsi skuldurum landsins. þessum sömu og allt fjármálakerfið var reist á í kjölfar efnahagshrunsins. Hvenær verður næsta hrun? Gæti skeð að allur þessi hávaði nú í Ríkisstjórninni sé til að dreifa athyglinni frá hinum gífurlega vanda sem búið er að koma okkur í vegna rangra ákvarðana þessarar ríkisstjórnar? Þá er gott að finna sér sökudólg og hann er SA. Óvinir ríkisins númer 1 eru SA og eins og gyðingum þriðja ríkisins var fórnað í áróðursstríði Hitlers fasismans, þá skal fórna Samtökum Atvinnulífsins og öllum sem dirfast að vinna gegn fasistastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J.
Með þessum sleggjudómi er ég ekki að verja dæmalausa frekju LÍÚ deildarinnar í Sjálfstæðisflokknum. þvert á móti. En ég skil að menn skuli þurfa að verja fyrirtækin og fjárfestingarnar fyrir því sem nú er að gerast. Um þetta snúast átökin. Og þetta eru afleiðingar þess að atvinnulífinu var leyft að fjárfesta í stjórnmálunum. Það leysir engan vanda að reka Vilhjálm Egilsson.
það sem þarf að gera er að aðskilja á skýran hátt SA, ASÍ og RSÍ (Ríkisstjórn Íslands) Ríkisstjórnin á ekki að vera í samkrulli með hagsmunaöflum og stunda hrossakaup við þau í nafni stöðugleika. Og Samtök Atvinnulífsins eiga ekki að hóta ríkisstjórn og verkalýð í krafti atvinnuhagsmuna og ASÍ á ekki að stunda fjárfestingarstarfsemi í samstarfi við atvinnurekendur með framtíðarlífeyrir landsmanna. Um þetta snýst málið.Látum sverfa til stáls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Facebook
Athugasemdir
Frábær pistill og hárrétt hjá þér! Þessi Ríkis-óstjórn er stórhættuleg!! Hvernig í ósköpunum dettur nokkurri heilvita manneskju í hug að hóta verkfalli núna???????? Mér er flökurt af tilhugsuninni einni saman
Eru bara fávitar í stjórnarstöðum hér á landi?
anna (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.