Ránfiskur í lítilli tjörn

solbakur.jpgÞessi yfirtaka Samherja á starfsemi Brims á Akureyri vekur með mér ugg. Ég hef löngum varað við þeirri samsöfnun valds sem felst í of stórum fyrirtækjum á litlum atvinnusvæðum þar sem atvinna er einhæf. Hér áður fyrr réðu KEA og ÚA öllu á Akureyri, núna ræður Þorsteinn Már öllu. Hann er hinn raunverulegi skuggabæjarstjóri og það er farið eftir hans vilja. Núna bætist enn við þetta vald hans yfir örlögum íbúa Eyjafjarðarsvæðisins, sem var þó ærið fyrir. Um ástæður þess að vilja búa og starfa á landsbyggðinni er oft sagt að menn vilji frekar vera stórir fiskar í lítilli tjörn en litlir fiskar í stórri tjörn. Þorsteinn Már er hvorugt. Hann er ránfiskur sem ógnar umhverfi sínu. Saga hans í útgerð hér á íslandi ber þess vitni. Hann hefur ekki skirrst við að eyðileggja líf og lífsskilyrði fjölda manna og byggðarlaga í eigin þágu. Þetta hefur hann gert með fjandsamlegri yfirtöku fyrirtækja og í kjölfarið fækkun starfa og lokun fyrirtækja. Og enginn þorir að standa upp í hárinu á þessum manni!  Hvað veldur? Hvaða tök hefur Þorsteinn Már í stjórnmálum og viðskiptalífi sem færir honum þessi ofurvöld önnur en felast í stærð Samherja?  Og hvers vegna er ríkisbankinn að fjármagna kvótakaup Samherja upp á 10 milljarða á þessum tíma? Kaupin á Brim virðast sýndargerningur. 2 eldgamlir togarar og úr sér genginn húsa og tækjakostur getur ekki verið 14 milljarða virði. Hafa ber í huga að þegar Guðmundur vinalausi keypti ÚA af Eimskip þá fylgdi með í þeim pakka 6 togarar og mikill kvóti og blómleg vinnsla sem veitti 300 Akureyringum vinnu. Núna tala menn um 2 skip og atvinnu fyrir 150 manns!  Landsbankinn er greinilega að fremja einhverjar bókhaldsbrellur með aðkomu sinni. Sennilega hefur gjaldþrot vofað yfir Brimi og þetta því björgunaraðgerð af hálfu ríkisbankans. Í þeirri stöðu hefur Þorsteinn Már haft sterka stöðu. Og hann hefur haft tryggingu fyrir að kvótinn verði ekki af honum tekinn. Kannski eru þessi kaup hans skýringin á því hann bakkaði útúr kaupunum á MP banka fyrr í vetur. Hvað sem líður öllum þessum bollaleggingum þá hljóta menn að íhuga rækilega hvort stærstu fyrirtækin hér á landi séu ekki orðin of stór og hafi í því sambandi í huga fall bankanna 2008 og stærð þeirra í hlutfalli við stærð efnahags íslenska ríkisins.
mbl.is Samherji kaupir Brim á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband