2.5.2011 | 16:44
Heita kartaflan
Framtíð lífeyrissjóðakerfanna er heita kartaflan í íslenskri pólitík í dag. Enginn þorir að tjá sig um þetta stjórnlausa kerfi eða hvað þjóðhagslega hagkvæmast er að gera. Enginn vill vera boðberi válegra tíðinda. Samt komumst við ekki hjá því að ræða framtíð þessa kerfis af alvöru. Í ágætri samantekt Haraldar Líndals um helgina sem má nálgast á vef Láru Hönnu, fjallar hann á hreinskilnislegan hátt um skuldastöðu ríkisins en forðast alveg að ræða um mikilvægi lífeyrirsjóðanna í efnahag ríkisins. Eini Alþingismaðurinn sem þorir að tala um lífeyrissjóðina er Lilja Mósesdóttir og eini bloggarinn sem ræðir þetta af einhverju viti í stóra samhenginu er Marínó Njálsson
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þjóðnýta beri eignir lífeyrissjóðanna og nota þær í þágu allra landsmanna. Sérstaklega núna þegar vaxtakostnaður af erlendum lánum ríkisins er að rýra lífskjör okkar jafn mikið og raunin er. Mörg önnur rök má færa fyrir því að þjóðnýta beri þessar eignir svo sem að sjóðirnir mismuna landsmönnum og umsýsla þeirra er kostnaðarsöm og býður upp á pólitíska spillingu. Að ekki sé talað um óeðlilega tilfærslu valds frá stjórnmálamönnum til þeirra sem sýsla með sjóðina í okkar nafni. Hið opinbera kerfi er svo kapituli útaf fyrir sig sem enginn þorir að ræða. því lífeyrirsskuldbindingar ríkisins eru löngu vaxnar ríkinu yfir höfuð.
Einn sjóður sem falinn verði Seðlabankanum til varðveislu er hið eina rétta. Andvirði hans verði notað til að koma á jafnvægi í hagstjórninni, afnema verðtryggingu og halda vöxtum lágum. En um þetta verður að fara fram opinská umræða. Við megum ekki láta stjórnmálin koma aftan að okkur eins og með EES á sínumk tíma og ESB umsóknina núna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.