Alkagenið

Það rifjaðist upp fyrir mér nýlega af gefnu tilefni,  rannsókn sem Kári Stefánsson og Íslensk Erfðagreining gerðu í samvinnu við SÁÁ og snérist um að finna genið sem ylli alkóhólisma.  Ekki fer sögum af árangri eða niðurstöðum þessarar rannsóknar en ég geri ráð fyrir að genið hafi ekki fundist því annars væri búið að bólusetja þjóðina gegn þessum kvilla.

Því segi ég þetta að mér finnst öll þjóðin vera haldin meðvirkni á háu stigi. En meðvirkni er ein algengasta birtingarmynd sjúkrar tilveru alkóhólistanna og aðstandenda þeirra sem í okkar tilfelli nær yfir stóran hluta þjóðarinnar. Í vanmætti okkar viljum við trúa að allt fari á besta veg. Þótt við vitum  innst inni að allt fari þetta til andskotans.

Steingrímur J. Sigfússon er haldinn meðvirkni á háu stigi. Honum er tíðrætt um að landið sé að rísa og allt fari hér á besta veg. Þetta er dálítið hjákátlegt þegar haft er í huga að 19.ágúst 2010 skrifaði Steingrímur fyrstu grein af 6 í fréttablað Jóns Ásgeirs undir fyrirsögninni  Landið tekur að rísa! Og allar götur síðan hefur hann klifað á þessum töfraorðum hins sjálfsblekkta meðvirka alkóhólista, Landið er að rísa. Nú síðast á flokksráðfundinum sem lauk í dag. Hvað gerðist á þessum 9 mánuðum? Afhverju er ekki landið löngu risið? Er þetta kannski jarðfræðilegur mælikvarði á landris sem Steingrímur beitir í blekkingarspunanum?

Ég trúi ekki Steingrími. Ég er ekki meðvirkur. Ég veit að þetta fer illa. það gerir það alltaf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband