Hvar er Teitur?

Ég hef tekið eftir því að lítið hefur heyrst í icesavebloggara Samfylkingarinnar, Teiti Atlasyni frá því þjóðin hafnaði málflutningi hans og hans félaga svo afgerandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni í vetur.  Ekki það að ég sakni hans, það er langt í frá að hans sé saknað. Gæli frekar við þá von að endalok stjórnarsamstarfsins sé nærri og við verðum brátt laus við þessa umræðuhefð Samfylkingarspunakalla sem byggir á hatri gagnvart andstæðingum þeirra. Enda þarf þjóðin ekki á spunaköllum að halda. Það sem þarf er að segja þjóðinni satt og rétt frá. Engar blekkingar og baktjaldamakk eins og þessi stjórn hefur gerst sek um allt of oft. Því miður. Þjóðin er margfalt skynsamari en ráðherrar Samfylkingar og Vinstri Grænna. Við höfnum þeirra forsjá og þeirra spuna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband