21.5.2011 | 16:06
Yin og Yang
Ég hef lengi verið hrifinn af kínverskri heimsspeki. Bókina um veginn, ættu til dæmis allir að lesa. Æðruleysi er eitt af því sem Kínverjar leggja mikla áherslu á að tileinka sér. Æðruleysisbænina kannast margir við en það er meira fólgið í æðruleysi austurlandabúa en áunninni æðruleysi vestrænna lúsera.
Kínverjar trúa á orsök og afleiðingu..yin og yang. það geri ég líka. Ég trúi því til dæmis að það að við sitjum uppi með ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms sé refsingin sem okkur ber fyrir að hafa kosið yfir okkur ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á íhaldsáratugnum á undan. Þess vegna sætti ég mig við þessa stjórn þrátt fyrir tuðið. Við eigum hana skilið..
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.