Bertelska

Mér er í fersku minni sá skjálfti sem fór um vandlætingarsamfélagið þegar Þráinn Bertelsson kallaði 2 þingkonur úr Sjálfstæðisflokknum íhaldsbeljur. Mér fannst ástæðulaust þá að taka þátt í hneykslunarumræðunni því mér fannst ekkert athugavert við þessi orð Þráins. Þráinn er listamaður orðsins og hver erum við að gagnrýna stílbrögð hans?  Við erum líka flest fífl að hans mati svo ég hélt mér bara á mottunni eins og hæfir þegar ofurmenni ávarpa skrílinn.

Hins vegar finnst mér tilvalið að apa þetta stílbragð eftir Þráni og kalla það Bertelsku honum til heiðurs. Framvegis þegar mér finnst ég þurfa að taka sterkt til orða þá ætla ég að beita Bertelskunni. Til dæmis þá þarf ég að skrifa pistil um Bankasýslu stýruna og sá pistill  mun hafa fyrirsögnina "Beljan í Bankasýslunni"  Be warned! LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband