Jón Bjarnason er óhæfur ráðherra!

jonogossur.jpgÉg var að hlusta á viðtalið við Jón Bjarnason, á Sögu í endurflutningi núna áðan um fiskveiðistefnu hans.  Ég hef áður sýnt fram á hversu gríðarlegt vald ráðherra fær samkvæmt þessu frumvarpi og því er frumvarpið réttnefnt ráðherrafrumvarp en ekki stefna ríkisstjórnarinnar og þar með meirihluta þingsins.  Það sem sló mig samt mest var hversu afdráttarlaust hann neitaði því að brottkast væri stundað á Íslandsmiðum í dag og í gegnum árin. Hvernig getur maðurinn fullyrt þetta þrátt fyrir að ótal sjómenn hafi stigið fram og lýst því gagnstæða? Ég var sjómaður og ég stundaði brottkast. Fyrstu árin vegna þess að settar voru reglur um lágmarksstærð, seinna vegna þess að aflamark var komið á og sjómenn og útgerðir neyddust til að henda fiski til að verða ekki lögbrjótar og svo náttúrulega til að hámarka aflahlutinn.  þetta var einföld hagfræði sem allir skilja vonandi, líka Jón Bjarnason og peyjarnir í ráðuneytinu hans. Í dag þegar útgerð hefur dregist saman og aflaheimildir færst á tiltölulega fáar hendur þá þora starfandi sjómenn ekki lengur að tala um brottkastið.  Sá sem gerði það fengi pokann sinn med det samme.  Hvers vegna vilja ráðherrar og þingmenn ekki viðurkenna þennan ágalla kvótakerfisins?  Og halda því fram að sá litli meðafli sem er leyfður í dag komi í veg fyrir brottkast er barnalegt í meira lagi. Menn verða að átta sig á því að óhjákvæmilegur fylgifiskur kvótakerfis er brottkast. Maður sem eignast kvóta í einni tegund eða leyfi til að veiða eina tegund, hann kemur bara með það að landi sem löglegt er, öllu hinu er hent.  Hér er stunduð margskonar útgerð til dæmis hrognkelsaveiðar, skötuselsveiðar, rækjuveiðar og strandveiðar. Öllum þessum veiðiskap fylgir mikill meðafli og meðafli er líka þorskur og ýsa, ekki gleyma því. Jón bjáni Bjarnason virðist halda að meðafli sé aðeins verðlitlar tegundir eins og keila, langa og hlýri eins og hann nefndi í þessu viðtali.

Og núna þegar stendur til að auka kvóta í þorski þá margfaldast það magn í öðrum tegundum sem verður hent. Það er bara svoleiðis

Það eru bara til 2 leiðir til að koma í veg fyrir brottkast.  Önnur er að hætta algerlega að stýra veiðum með kvótum, hin leiðin er að skylda útgerðaraðila til að koma fyrir eftirlitsmyndavélum um borð í hverju einasta fiskiskipi og beita síðan háum sektum við brotum á að hægt sé að skoða þær upptökur. Svona eftirlitsbúnaður er ekki dýr. Ég er ekki að tala um fjareftirlit í gegnum gervitungl. Ég er að tala um eftirlitskerfi eins og fyrirtæki nota. Þá myndi skipstjóri afhenda fiskistofu gögnin til skoðunar að aflokinni hverri veiðiferð og ef brotalöm verður á þá verði viðkomandi sviptur veiðileyfi. En er það svoleiðis alræðisþjóðfélag sem menn vilja? Ég vona ekki

Eins og allir vita, sem fylgst hafa með mínu bloggi þá vil ég taka upp blandaða sóknarstýringu. Ég held að veiðar geti í sjálfu sér ekki útrymt stofnum ef öll önnur skilyrði eru í lagi. Veiðarnar verða orðnar óhagkvæmar og sjálfhætt löngu áður en að því kemur. En umhverfisþættir geta auðvitað útrýmt tegundum, um það deilir enginn. Um leið og menn átta sig á þessu og hætta þessari skaðlegu aflamarksstýringu þá leysast öll hin vandamálin sjálfkrafa. Þá verður ekkert brottkast, þá verður ekkert löndunarsvindl,þá minnkar allur eftirlitskostnaður og tortryggni minnkar. Þá eflast sjávarbyggðir að eigin frumkvæði og þá eflist þjóðarhagur.  Vill ekki einhver berja Jón Bjarnason fyrir mig?  Össur, Pétur Gunnlaugs, Jón Stóri eða einhver bara????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jóhannes, Jón er litill, næsti bær við að vera dvergur, Kjartan fangavörður, mikill  vexti , trillukarl og frændi Jóns, segir Jón vera umskifting, ættin er öll stórvaxin.

Þú mundir ráða við Jón, Jóhannes.

Aðalsteinn Agnarsson, 22.5.2011 kl. 21:06

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

hehe takk fyrir Aðalsteinn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.5.2011 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband