Blóðþrýstingsblogg um hafragraut

Eftir síðustu færslu þá fór hjartað í 300 slög.  það gengur ekki. þessvegna ætla ég að gera eins og Jónas Kristjánsson, sem bloggar alltaf um veitingahús til að róa sig niður Wink

Annar góður bloggari, Sæmundur Bjarnason þykist kunna að elda hafragraut öðrum betur. Þetta er náttúrulega tóm vitleysa eins og allir sjá. það er ekki hafragrautur lengur þegar búið er að bæta í hann 1000 kaloríum af sætindum! Og það er heldur engin meðferð á mat að elda hann í örbylgjuofni eins og Sæmi gerir. Um þá skelfilegu iðju gerði ég þessa vísu:

Hafragraut og heilsufæði
hita Sæmi kann
þótt örbylgjur og eðlisfræði
ekki skilji hann

Örbylgjur hita sameindir innan frá ólíkt því sem gerist við hefðbundna eldun. Menn geta velt þessum mun fyrir sér en persónulega nota ég örbylguofn aðeins til upphitunar. En hins vegar hef ég fundið hina einu tæru uppskrift að hafragraut sem klikkar aldrei. Hún er svona:

300 ml vatn
1/2 bolli Ota Solgryn
smá salt

Aðferðin er svona, Pottur með þykkum botni settur á hita, vatni og grjónum hellt í og hellt úr saltstauknum, réttsælis 3 hringi (ca 1/2 tsk) Hrært í með matarskeiðinni og suðan látin koma upp. Þá er potturinn tekinn af og haldið áfram að hræra í 1 mínútu. (þá leysist líka upp skánin á botninum ef þú gleymdir þér áður)  Með þessu er síðan étið súrt slátur beint úr tunnunni. Til að spara uppvask á að éta upp úr pottinum beint og nota skeiðina sem hrært var með. Þetta er alvöru!  Ekkert hunang eða döðlur eða kanill  LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband