23.5.2011 | 12:46
Nýtt leikrit í bígerð hjá ríkisstjórninni
Samkvæmt frétt á Eyjunni þá hyggja ráðherrar ríkisstjórnar Íslands á ferðalag á gosslóðir sunnanlands um leið og samgöngur leyfa til að kynna sér af eigin raun hvernig aðstæður eru.
Einnig hefur ríkisstjórnin kallað til marga sérfræðinga til að átta sig á þeirri stöðu sem upp er komin vegna eldgossins. Munu stjórnvöld áfram funda í dag og næstu daga og í framhaldinu taka ákvörðun um nauðsynleg viðbrögð við hamförunum.
Sérstakur samráðshópur mun í dag hefjast markvissa yfirferð um gossvæðið og skila stjórnvöldum skýrslu um ástandið í kjölfar þess.
Hvaða helvítis bull er í gangi? Er búið að leysa upp Almannavarnir eða hvað? Ég held það færi betur ef ríkisstjórnin léti fagmenn um viðbragðsáætlanir og sé ekki að þvælast fyrir. Hér hefur gosið með reglulegu millibili alla tíð svo afleiðingar eru kunnar. Það er ekkert sem ríkisstjórnin getur gert nema þá að hjálpa til við hreinsun eftir að gosi lýkur. En jafnvel því gæti hún svo sem klúðrað.
Og þetta væl í ferðaþjónustunni er bjánalegt. Ferðaþjónusta er vertíð. Fólk kemur ef það vill. Fólk kemur ekki þótt 600 milljónum sé eytt í auglýsingar. Landkynning er langhlaup ekki spretthlaup. Það ættum við að hafa lært á klámkynningunni í fyrra sem engu skilaði nema peningum í vasa vildarvina sem eiga auglýsingarstofur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.