25.5.2011 | 15:15
Fésbókarspæjararnir
Fésbókin er samskiptamiðill þeirra sem nota hana. Öðrum kemur ekki við hvað þar gerist. Að hér skuli vera gerðar út 2 bloggsíður, sem eingöngu snúast um að njósna um fésbókarnotendur og miðla því til umheimsins lýsir lágkúru af verstu sort. Það er eitthvað svo ónáttúrulegt við þessa iðju að líkja má einna helst við gægjufíkn. En lágkúran er víst smitandi. Hér hefur þróast bloggsamfélag sem eingöngu snýst um hégóma. Tískublogg og blogg sem sérhæfa sig í fréttum af frægu fólki hefur tekið við af Gulu Pressunni alræmdu. Allt snýst um fyrirsagnir. Engu máli skiptir þótt innihaldið sé ekkert eins og þessi heimskulegu örblogg sanna. Mér gremst þetta óstjórnlega því bloggið gæti verið svo öflugur miðill ef við losnuðum við SPAMMIÐ
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:19 | Facebook
Athugasemdir
Raunar er Tískublogg. Ég á nokkur föt og ég nota þau gjarnan ansi gott blogg. Mæli með sérstaklega með nýjustu færslunni, "Samskiptavandi kvenna" og "14 leiðir til að grennast" (í flokknum Vinsælast).
Svo þýðir ekkert að ergja sig yfir smotteríisbloggunum, hvort sem þau eru hamfarablogg, tískublogg, skítkastblogg, FB-blogg eða annað. Bara sleppa því að lesa þau (alveg eins og það borgar sig yfirleitt að hafa slökkt á sjónvarpinu).
Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 22:35
en samt....og svo eru fleiri sömu skoðunar. Sá að Matti örviti tók umræðuna lengra og hraunaði yfir fjölmiðlaveldi Björns Inga. Mikið var ég honum sammála
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.5.2011 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.