25.5.2011 | 15:41
Um pólitíska hagfræðinga og Samfylkingarspuna
Gísli Bald skrifar smá spuna um grein Ólafs Arnarssonar í dag. Gísla finnst ómaklega vegið að fjármálaráðherra. Samt getur Gísli ekki mótmælt kjarnanum í grein Ólafs. Segir bara að það sé eðlilegt að gerð hafi verið mistök! WTF segi ég nú bara. Maður getur ekki kallað þessi mistök eðlileg. Og það er ekki hægt að segja að icesave samningur Svavars Gestssonar, sem Steingrímur J. undirskrifaði og skuldbatt þar með ríkissjóð að Alþingi forspurðu, hafi verið eðlileg stjórnsýsla og bara smá mitök svona eftir á að hyggja! Og hvað með aðrar gerræðislegar ákvarðanir sem þessi stjórn og þá sérstaklega Steingrímur og Árni Páll bera mesta ábyrgð á hafa tekið? Ákvarðanir eða mistök eins og Gísli kallar það að eyða hundruðum milljarða í óþarfar aðgerðir. Sjóvá, Spkef, Byr. Listinn er ótæmandi. Það er eins og simpansarnir hans Jóns Bjarnasonar hafi verið ráðnir í verktöku af öðrum ráðherrum líka. En það kemur ekki í veg fyrir ráðherra ábyrgð. Og fyrir þá ábyrgð verða þessir ráðherrar látnir svara. Ólafur Arnarson skiptir engu og ekki heldur ritstjóri Morgunblaðsins. Gísla væri nær að gagnrýna þessa stjórn sem hann ber siðferðilega ábyrgð á heldur en klæða réttmætar aðfinnslur í pólitískan búning.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.