25.5.2011 | 16:20
Brimreið
Það er ekki mikið mál að vera alþingismaður á Íslandi. Þeir vinna bara í 2 ár og síðan tekur við þægilegt meðvitundarleysi í önnur 2 ár. Þeir þurfa ekki einu sinni að lesa lagafrumvörpin sem þeir samþykkja. Þessu verklagi má einna helst líkja við brimreið eða surfing. Erfiðasta verk brimarans er að róa útfyrir brimið og koma sér síðan fyrir á þægilegri öldu sem ber hann til lands.
Í dag er kjörtímabilið hálfnað. Allir Alþingismenn eru búnir að koma sér fyrir á öldunni sem ber þá til lands. Þeirra bíður auðvelt tímabil. Þeir Alþingismenn sem áður voru duglegir að koma upplýsingum og stundum lýðskrumi til kjósendanna eru þagnaðir. Nú heyrist ekki lengur í Sigmundi Erni, Höskuldi Þráins, Valgerði Bjarna eða Ásmundi Daða. Jafnvel Ólína bloggar ekki lengur um þingstörfin.
En Alþingismenn skulu búa sig undir harða lendingu. Hætt er við að brimskaflinn brotni á þeim sem ekki heldur vöku sinni
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.