25.5.2011 | 18:13
Skortur á hórum
Um daginn skrifaði ég pistil um hóruna hans Björgólfs. Sú færsla rataði strax í top 5 á Blogg Gáttinni. Svona er erfitt að endurtaka í vaxandi samkeppni við spammið. Það skortir hórur. En hvernig kemur maður sér á framfæri? Ekki kæri ég mig um að gerast fréttabloggari og ég nenni ekki lengur að gera athugasemdir hjá öðrum. Samt hef ég metnað til að verða marktækur bloggari. því verður ekki neitað. Ég tel mig vera sæmilega ritfæran og ég stunda ekki eintómt niðurrif og áróður. Oftar en ekki bendi ég á lausnir. Og hvað ef ég fæ fasta lesendur? Mun ég hafa úthald til að blogga reglulega fyrir þann lesendahóp? Af hógværð hef ég ekki verið að flíka menntun minni, en ég hef þó lokið ákveðinni gráðu , ólíkt Sigmundi Davíð, og veit að til þess að byggja upp eftirspurn þá verður að tryggja stöðugt framboð. Það hugnast mér ekki. Ég met frelsið ofar öllu. Ég gæti aldrei orðið fastur pistlaskrifari, hvorki hjá sjálfum mér né öðrum. Með batnandi tíð og vonandi sól og sumri þá nenni ég ekki að sitja yfir tölvunni. Hórurnar geta því dregið andann léttar.....að sinni
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.