Á ekkert að endurskoða hlutafélagalögin Pétur?

Pétri Blöndal hefur verið tíðrætt um það undanfarin 2 ár að hlutafélagalögin séu handónýt og þeim þurfi að breyta. Af hverju leggur hann ekki fram frumvarp þess efnis?  Er hann ekki sjálfstæður þingmaður sem á að gæta hagsmuna almennings? Það þarf ekkert að bíða eftir að ríkisstjórnin lagi það sem aflaga fór. Hún skilur ekki einu sinni hvað fór aflaga. Slíkur er aumingjahátturinn á þeim bænum.

Nýjasta skúbb frá Viðskiptablaðinu fjallar um söluna á 35% hlut í Högum til fyrirtækjaflækju sem er í nákvæmlega jafn flóknu eignarhaldi og tíðkaðist fyrir hrun.  Það er til vansa fyrir Alþingi að ekki skuli vera búið að setja þessum fjárglæframönnum sem eru að skipta með sér strandgóssinu, reglur. 

Það gengur ekki að Guðlaugur Þór sé sá eini sem virðist vera með meðvitund á Alþingi í dag og gæta hagsmuna almennings


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband