26.5.2011 | 13:54
Heimskulegur úrskurður Persónuverndar
Samfylkingarskoffínin og aðrir óvildarmenn forsetans eru aftur vaknaðir. Núna þykjast þeir hafa fundið veikan blett í röksemdafærslu forsetans fyrir synjun icesave ólaganna, í nýlegum úrskurði Persónuverndar. Úrskurði sem er svo vitlaus að hann toppar allt sem hingað til hefur komið frá öllum þessum eftirlits og úrskurðarnefndum. Sama hvort í hlut hefur átt nefnd um erlenda fjárfestingu, jafnréttisnefnd eða Umhverfisstofnun. Hvernig getur það verið brot á lögum um persónuvernd að svara ekki tölvupósti? En ósigur já fylkingar virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Meira að segja fjármálaráðherra hugsar okkur þegjandi þörfina. Hann vildi borga Bretum og Hollendingum 70 milljarða óafturkræft og fullyrðir að það hefði verið betri lausn en sú sem þjóðin valdi. Í hvaða heimi eru menn sem láta svona lagað út úr sér? Og allir hælbítar og hundar ríkisstjórnar spangóla í kór
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er ábyrgðarmaður vefsins kjosum.is.
Ákvörðun Persónuverndar er rétt og eðlileg miðað við lögin, það tók of langan tíma að svara öllum þessum fyrirspurnum sem voru oft orðaðar nákvæmlega eins, og svo að sía út haturspósta og svívirðingar. En þetta er líka það eina sem hefur verið fundið að, öll "gagnrýnin" sem kom fram á meðan verið var að safna undirskriftum hefur dottið niður dauð.
Axel Þór Kolbeinsson, 26.5.2011 kl. 14:13
Sæll Axel Þór, ég vissi að þú varst umsjónarmaður vefsins. En á meðan ráðuneytin sem og helstu stjórnvals stofnanir svara ekki erindum fyrr en seint og illa þá finnst mér skrítið að nota það til áfellis. Er þessi Persónunefnd að láta misnota sig eins og Hæstiréttur gerði í sambandi við kosninguna til stjórnlagaþings? Maður spyr...
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.5.2011 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.