Mikilvægt að samræma reglur

Sorpflokkun og endurvinnsla er eitt brýnasta hagsmunamál nútíðar og framtíðar. Þessvegna þarf að móta samræmdar reglur fyrir öll sveitarfélög á landinu. Ekki er til dæmis gott að sveitarfélög noti mismunandi liti fyrir mismunandi tegund úrgangs. Hér í Reykjavík hefur blár litur verið notaður á gámunum fyrir flokkaðan plastúrgang frá heimilum. Þess vegna finnst mér skrítið af þessari nefnd að mæla með grænum lit. Sorptunnur fyrir almennt heimilissorp ættu að vera svartar og bláar fyrir flokkaðan plastúrgang. Aðeins ætti að bjóða húseigendum upp á svartar og bláar tunnur. Pappír er svo þungur að það er ekki hægt að leggja það á sorphirðufólk að tæma fullar tunnur af fréttablaðinu frá bakhúsum og út úr görðum, oft upp nokkrar tröppur. Fólk ætti áfram að sinna því að fara með pappír í flokkunargáma hver á sínu svæði og þeir ættu áfram að vera grænir. Það mætti líka hugsa sér að hafa grænar blaðatunnur víða á bersvæði og á gangstéttum þar sem auðvelt er að koma því við.  Þá gæti almenningur hjálpað hreinsunardeildinni með því að tína rusl upp af götunni eða sem er enn betra, kasta ekki rusli frá sér hvar sem er.  Með þessu móti er hægt að innræta börnum og unglingum að flokka og skila.Einnig ættu sveitarfélög að koma upp grænum og bláum ruslafötum á almannafæri. Þá fær fólk tilfinningu fyrir því að flokka samkvæmt litakerfinu og það verður smám saman ósjálfrátt.

Ég hef flokkað sorp í meira en 10 ár. Það sem fékk mig til þess að hugsa um þetta vandamál voru fréttir af sorpfjallinu við Selfoss. Einnig umræður um vandræði með framtíðarsorplosun hér í Reykjavík þar sem skortur var á landi. Þetta fannst mér svakalegt og ákvað að gera eitthvað í því. Fyrsta árið þá flokkaði ég bara pappír. En strax þar á eftir kom ég upp safnkassa fyrir lífrænan úrgang og núna í vetur steig ég þriðja skrefið en það felst í flokkun á plastúrgangi. Árangurinn hefur verið ótrúlegur. Núna flokka ég yfir 95% af öllu sorpi og skila. Það sem fer í almennt sorp er sáralítið.

Til þess að ná þessum árangri þarf nýtni og hreinlæti. Með því að nýta allan mat sem keyptur er þarf ekki að fleygja afgöngum sem síðan úldna í tunnunni. Í moltukassann minn fer ekkert sem úldnar. Bara það sem rotnar og myglar. Afgangar sem leysast upp fara í niðurfallið. Mikilvægt er síðan að þvo flokkaðar plastumbúðir og ílát svo og allar umbúðir utan af mjólkurvörum. Sóðar gefast strax upp á að flokka því ólyktin fælir þá frá.


mbl.is Bið eftir bláum tunnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband