Forsjárhyggja eða fasismi?

Ég hef á undanförnum mánuðum oft gert að umræðuefni hér á blogginu mínu, vaxandi forsjárhyggju íslenskra stjórnmálamanna. Forsjárhyggju sem hefur það eina markmið að takmarka frelsi þegnanna án þess að sýnt hafi verið fram á að almannahagsmunir hafi krafist þess.  Tilgangurinn er alltaf  að auka völd stjórnmálamanna. Í þeim ríkjum þar sem þetta hefur gerst þá verða til alræðisríki þar sem ríki og stjórnmál sameinast í því sem oft er nefnt valdstjórn en er ekkert annað en Fasismi

Við erum á góðri leið með að verða fasistaríki. Alþingismenn kunna ekki með vald sitt að fara. þau sem þar sitja halda að þeirra hlutverk sé að stjórna með tilskipunum.  Bara af því þau geta það!  Við þurfum að losna við þetta fasistapakk. Boð og bönn búa yfirleitt til meiri vandamál en þeim er ætlað að koma í veg fyrir. Boð og bönn ala af sér lögbrot og ef boðin og bönnin eru óréttlát, þá grafa þau undan þjóðfélagsgerðinni og virðing fyrir lögum og reglum minnkar. Það leiðir svo aftur af sér að valdhafar beita lögreglu (og her) á þegnana og þegar það gerist er ferlið fullkomnað.Ríkið er orðið að fasistaríki með engum möguleika til lýðræðisumbóta á friðsamlegum nótum.  Mér finnst mikil hætta á að þetta gerist hér miðað við hvernig núverandi ríkisstjórn og stuðningsmenn hennar fara með vald sitt. Fjölmiðlalögin,Sólbekkjabannið og tóbaksbannið er bara forsmekkurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband