Framsókn og Vinstri grænir ættu að sameinast

Ég fagna því að línur skýrist í hinu pólitíska litrófi. Ég hef lengi bent á þessa pólitísku undanvillinga sem hafa lent í vitlausum flokkum vegna eiginhagsmunapots. Ásmundur, Jón Bjarnason, Steingrímur J og Björn Valur eiga allir meira sameiginlegt með frjálslyndum miðjuflokki heldur en róttækum sósialistaflokki. Ég mæli með algerri uppstokkun. Evrópuaðildin klýfur alla flokka og því er raunhæft að þingflokkar íhugi alvarlega að mynda fylkingar með tilliti til stefnumála og hætti pólitísku valdatafli. Vinstri grænir fórnuðu sínum stefnumálum vegna valdasýki formannsins og náhirðar hans.  Þeirra fylgi mun hrynja. Þess vegna væri það pólitískt sterkt af þingmönnum VG að mynda bandalag með framsóknarmönnum á þingi með það fyrir augum að þessir flokkar renni saman og bjóði fram sem nýr flokkur í næstu kosningum. Því ég spai því að þessi stjórn lafi ekki út kjörtímabilið.  Við gætum frekar átt von á kosningum í haust miðað við ganginn í ESB viðræðunum.
mbl.is Taka Ásmundi Einari fagnandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband