5.6.2011 | 16:35
Reglugerðarríkið er atlaga að sjávarútvegi
Ég hef áður bloggað um það geðþóttavald sem ráðherrum er veitt og hefð er fyrir á Alþingi Íslendinga. Í nýju lögum um ráðstjórn Jóns Bjarnasonar er honum veitt heimild í yfir 60 greinum til að setja nánari reglur um útfærslu laganna. Svona er öll stjórnsýslan undirlögð geðþóttaákvörðunum ráðherranna. Þetta hefur verið sérstaklega skaðlegt þar sem hagsmunasamtök atvinnulífsins hafa hreiðrað um sig í viðkomandi ráðuneytum og ekkert er gert nema að bera það undir þá fyrst.
Núna situr í ráðuneyti sjávarútvegsmála, maður sem lætur ekki að stjórn! Þess vegna eru hagsmunaaðilar brjálaðir. Þeirra eigin kerfi hefur snúist gegn þeim.
Atlaga að sjávarútvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.