9.6.2011 | 15:43
Eru fatlaðir afgangsstærð á Sólheimum?
Mál Sólheima í Grímsnesi gegn fjárveitingavaldinu eða islenska ríkinu er dæmi um siðblindu á háu stigi. Sólheimar eru samfélag þar sem byggt var á hugmyndum um sjálfbærni og á þeirri hugmyndafræði hefur verið byggð upp margvísleg starfsemi með þátttöku vistmanna. Og þótt rekstrarafgangur hafi verið á annarri starfsemi í Sólheimum en sjálfu heimili vistmanna þá neita fégráðugir forsvarsmenn rekstrarfélagsins að láta þá peninga til þjónustuhlutans en heimta að ríkið greiði 100% fyrir þjónustuna við fatlaða vistmenn Sólheima. Þetta er óvirðing við fatlaða vistmenn Sólheima. Þeir eiga að njóta fullra mannréttinda þótt þroskaheftir séu . Höfum hugfast að sá mælikvarði er ekki algildur og margir þroskaheftir hafa meiri siðferðisþroska en sumir þeir sem fullþroska telja sig! Mín skoðun er að stjórn Sólheima eigi að sjá sóma sinn í að láta gróðann sem vistmenn skapa ganga til þeirra að fullu. Sólheimar eru ekki Menntaskólinn Hraðbraut! Sólheimar er dæmi um hugsjónir sem rættust, hugsjónir sem á ekki að draga niður í svað græðgishyggju
Málefnaleg ákvörðun eða brot á jafnræðisreglu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:53 | Facebook
Athugasemdir
Alveg sammála þér. Það er skömm að stjórn sólheima og framkvæmdarstjórinn leika eins og kóngar á fötluðum. Hugsjón Sólheima er einstök en þeir sem stjórna hugsa bara um sjálfan sig en ekki þá sem búa þar.
Ómar Gíslason, 9.6.2011 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.