12.6.2011 | 17:37
Hverjir setja lögin?- Hverjir semja lögin?
Alþingi og forseti fara með lagasetningavaldið segir í stjórnarskránni. Þetta ákvæði túlka stjórnmálamenn að eigin geðþótta. Þeir gerðu samning við ESB og afhentu þar með ESB lagasetningarvaldið í öllu sem ekki varðar landbúnað og sjávarútveg. Lagasetningavaldið varðandi landbúnað hefur alltaf verið í höndum bænda og lagasetningavald í málum sem varða fiskeveiðistjórn hafa verið í gíslingu stórútgerðarinnar undan farin 20 ár. (EES samningurinn var gerður 1992)
Forsetinn túlkaði stjórnarskrána þannig í vetur að lagasetningavaldið sé í höndum þjóðarinnar og neitunarvald hans aðeins framlenging á því valdi. Ég er sammála þeirri túlkun forsetans. Þingræðið með tilheyrandi alræði framkvæmdavaldsins er slæm stjórnskipun. Þingið er í raun valdalaust. Á vorþinginu lagði Jón Bjarnason fram 2 frumvarpsbastarða til breytinga á kvótakerfinu. Enginn veit hverjir sömdu þessi frumvörp. það fæst ekki gefið upp en augljóst er að hagsmunaaðilar með Guðjón Arnar í fararbroddi hafa soðið þessi frumvörp saman. Guðjón Arnar Kristjánsson var kjörinn á þing til að berjast gegn kvótakerfinu. En barátta hans og hans manna gegn kvótakerfinu endaði þegar hann og hans fylgismenn á Vestfjörðum höfðu komið sér fyrir í aflamarkskerfinu.Og núna á að leika sama leikinn með strandveiðikerfið. Örn Pálsson er því að vonum sáttur.
Hér þarf að spyrna við fótum og breyta fiskveiðistjórnarkerfinu án þess að hagsmunaaðilar hafi nokkuð um það að segja. Þessi aðferð að kasta inná þingið bastarði til málamynda er hneyksli. Og afgreiðsla alþingis á þessu máli öllu er þeim þingmönnum til minnkunar sem að því komu. Ef forsetinn væri samkvæmur sjálfum sér myndi hann vísa þessum lögum til þjóðarinnar. Og samfara þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu ætti að gefa þjóðinni kost á að velja á milli kvótakerfis eða sóknardagakerfis við stjórn fiskveiða. Ekki þennan málamyndagerning Jóhönnu að þjóðin fái bara að velja á milli kvótabrasks ríkisstjórnar eða kvótabrasks kvótagreifa.
Gísli Baldvinsson, Eyjubloggari, er ekki heldur sáttur við þessa afgreiðslu. En er hann tilbúinn til að láta fara fram hlutlausa úttekt á þjóðhagslegum áhrifum kvótalaganna og þeim vísindalegu forsendum sem byggt er á? Hingað til hefur engin slík úttekt farið fram. Fiskifræðingar Hafró njóta verndar stjórnmálastéttarinnar og þá má ekki gagnrýna. Samt höfum við dæmi í nágrenni við okkur þar sem friðunarkenningum hefur verið hafnað og árangurinn hefur verið þveröfugur á við það sem ICES og íslensku fiskifræðingarnir í Hafrannsóknarstofnuninni hafa haldið fra. Reynsla Færeyinga, Norðmanna og Rússa segir okkur svart á hvítu að stefna Hafró er röng. Og svo vogar Jón Bjarnason sér að afhenda ICES úrslitavald varðandi leyfilegt aflamagn hér næstu 4 ár! Og skipar svo nefnd til að taka út reiknireglur Hafró sem í sitja þessir sömu menn og bjuggu til þessi líkön og vinna eftir þeim. Er Jón svona heimskur eða trúgjarn? Hvar nema á Íslandi getur það gerst að menn séu látnir taka út eigin verk??
Geta nokkuð vel við unað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 18:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.