Ríkisstofnanir sem mætti leggja niður

Í fréttum helgarinnar koma 2 ríkisstofnanir við sögu. Ríkisstofnanir sem ætti tafarlaust að leggja niður og eða sameina öðrum. Umhverfisstofnun lokar fyrir aðgengi ferðamanna að Dyrhólaey á hæpnum forsendum og í óþökk íbúa á svæðinu og Siglingastofnun bannar einkaaðilum að nota Landeyjarhöfn til farþegaflutninga þrátt fyrir að engin öryggisrök styðji þá gerræðislegu ákvörðun. 

Ég er eindreginn talsmaður þess að valdi sé dreift. Í báðum þessum dæmum sem ég nefndi, á ákvörðunarvaldið að vera hjá heimamönnum en ekki hjá einhverjum skrifstofublókum fyrir sunnan. Og til þess að vernda rétt almennings gegn óhæfum sveitastjórnum þarf nauðsynlega að koma hér á stjórnsýsludómstóli. Tökum sem dæmi díoxíneitrunina frá sorpbrennslunum. Ef ábyrgðin hefði alfarið verið hjá sveitastjórnum þá hefðu íbúar Ísafjarðar löngu verið búnir að láta loka Funa.  En þegar ábyrgðin er ekki hjá þeim sjálfum þá geta óhæf yfirvöld þvælt og dregið aðgerðir í það óendanlega og varpað af sér allri ábyrgð á röngum ákvörðunum eins og Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri og núverandi framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga, gerði.

Og Siglingastofnun hefur rækilega sannað í öllu sem viðkemur Landeyjarhöfn, hversu óhæft það lið er til að taka réttar ákvarðanir.  Hlutverk hennar á að vera sem mest í höndum heimamanna. Alla vega væri þá verið að flytja störf út á land. Af hverju ekki að búa til störf Umhverfisfulltrúa og Öryggisfulltrúa í öllum stærri sveitarfélögum sem tækju yfir almennt eftirlit sem nú er í höndum Umhverfisstofnunar og Siglingastofnunar? Er ekki nær að akvarðanir um siglingar til Landeyjarhafnar séu teknar af heimamönnum?  Ekki datt mönnum í hug að loka flugvellinum þótt Eimskip tæki yfir rekstur Herjólfs, eiga einhver önnur sjónarmið við varðandi ferjusiglingar?

Það er með þetta eins og fiskveiðistjórnunina. Hvenær ætlar fólkið að vakna og krefjast réttar síns. Þessi skerðing á réttindum fólks og frelsi til eigin athafna er löngu komin út yfir öll mörk. Ef fólk vill ekki að fasisminn taki hér við þá þarf það að krefjast réttar síns.  Og ef ekki með góðu þá með illu.  Það er hægt að hrekja stjórnir frá völdum en það dugar skammt ef sama fólkið er kosið til valda strax aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband