Sérfræðinganefnd Jóns Bjarnasonar

gunnlaugur_jul.jpgMannvalið í þessari nefnd vekur spurningar um hæfi nefndarmanna. Sérstaklega skipun Gunnlaugs Júlíussonar hagfræðings sem vann sér það eitt til frægðar á sjálfstæðum starfsferli að setja útgerðarfyrirtækið Jökul á Raufarhöfn á hausinn og selja síðan kvótann og togarann og braska með andvirðið í bréfum sem urðu síðan verðlaus. Þetta gerði Gunnlaugur þegar hann var sveitarstjóri á Raufarhöfn.  Er þessum manni eitthvað frekar treystandi núna?

Og til hvers er nefndin að blanda inní þessa úttekt, starfi endunarskoðunarnefndarinnar?  Sú nefnd klofnaði og þeesi frumvörp Jóns byggja á engan hátt á starfi þeirrar nefndar.  Þessi frumvörp eru pólitísk stefnumörkun og hagræn áhrif þeirra er ekki hægt að mæla með aðferðum byggðum á auðlindahagfræði.   Auðlindahagfræðin gengur út á að hámarka afrakstur takmarkaðra gæða. Sérfræðinganefndin átti náttúrulega að skila inn umboði sínu með þeim rökum að ekki sé hægt að leggja hagrænt mat á pólitískar ákvarðanir. þar séu allt aðrar forsendur að baki ákvörðunum.

Hér er ekki skortur á sérfræðingum. Hér er hins vegar skortur á að menn fjalli um það sem þeir hafa best vit á.  Hér eru fiskifræðingar og hagfræðingar að fjalla um pólitík alla daga og  pólitíkusarnir þykjast best til þess fallnir að fjalla um hagfræði og fiskifræði.  Svona er Ísland í dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband