Um einkavæðinguna, Framsókn og Teit Atlason

Um væðingu einka og völdin
var vélað við grillið á kvöldin
Og Framsóknarmenn feng' að stela
frá ríkinu eignum og fela
sér sjálfum til sýslu og eignar
samkvæmt línum sem þá voru dregnar

Nú Kögunarforstjórinn kærir
og kvartar við Teit, sem hann ærir
og segir hann setj' á sig bletti
ef skrifi um svik hans og pretti
og upplogna ákæruliði
auminginn vill vera' í friði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Syngist við lagið: Er sumarið kom yfir sæinn.

Margrét Sigurðardóttir, 19.6.2011 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband