Bugaðir Vestfirðingar

Ef vestfirskum smábátasjómönnum er alvara með þessari ályktun þá er illa komið fyrir Vestfjörðum.  En kannski er kjarninn löngu fluttur suður í leit að góðærinu. Og mönnum er vorkunn. Þegar stjórnvöld taka lífsbjörgina frá stoltu fólki þá bugast þeir sem fyrir óréttlætinu verða.  Og sérstaklega ef enginn tekur upp hanskann og er tilbúinn að berjast fyrir áframhaldandi búsetu á Vestfjörðum.  Þingmenn fjóðungsins eru handónýtir og enginn skilningur er á byggðavandanum meðal ráðherra VG og SF.

En það er mikill misskilningur að byggðastefna ESB leysi atvinnuvanda Vestfirðinga. Þann vanda leysa aðeins þeir sjálfir þegar þeir átta sig á því að frumbyggjarétturinn er ofar óréttlátum fiskveiðistjórnarlögum.  Kvótakerfinu verður aðeins bylt með aðkomu sjómannanna sjálfra. Ykkar er valið.


mbl.is Vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband